Færsluflokkur: Dægurmál
2.8.2007 | 08:51
Undarlegar reglur koma niður á fatlaðri, einstæðri móður.
Góð vinkona mín, sem er lömuð og bundin hjólastól eftir umferðarslys, þarf að gjalda fyrir það að hugsa um börnin sín í stað þess að vera útivinnandi. Það birtist í því óréttlæti að hún nýtur ekki hámarksstyrks til bílakaupa. Þannig háttar til hjá TR að veittur er styrkur til bílakaupa. Slíkri styrkir eru tvennskonar; annars vegar 1.000.000 króna flatur styrkur, án tillits til verðs bílsins og hins vegar 60% af kaupverði bíls. Vinkona mín er tveggja barna einstæð móðir og getur því ekki unnið utan heimilis. Annað barna hennar er fatlað og því þurfa þau að njóta allra hennar krafta. Móðirin hefur ítrekað sótt um hærri styrkinn til þess að hafa möguleika á að kaupa bíl með lyftu fyrir hjólastólinn en alltaf verið synjað á þeirri forsendu að hún sé ekki útivinnandi sem er skilyrði TR fyrir hærri styrknum. Margir sem eru með sömu fötlun og vinkona mín fá hærri styrkinn þar sem þeir eru skráðir "útivinnandi" en í sumum tilfellum er aðeins um að ræða hlutastarf, jafnvel allt niður í tveggja stunda vinnu á dag. Móðirin þarf aftur á móti að aka börnum sínum til læknis, á íþróttaæfingar auk þess að þurfa að annast innkaup og slíkt. Það virðist ekki duga til þess að fá hærri styrkinn hjá TR. Nú er svo komið að unga, fatlaða, einstæða móðirin þarf nauðsynlega að endurnýja 10 ára gamlan bíl sem þarfnast mikils viðhalds en það er henni um megn, fjárhagslega, vegna þess að henni er synjað um hærri styrkinn.
Vonadi verður þessum reglum breytt enda engin sanngirni fólgin í reglum sem þessum.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2007 | 08:29
Landinn samur við sig.
Brjáluð sala" í hjólhýsum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2007 | 08:24
Hugurinn leitar til Hafnar
Nú er eitt ár liðið frá því yngri sonur minn fór til Danmerkur í nám. Það er því ekki laust við að hugurinn hafi leitað til Kaupmannahafnar sl. ár. Tæknin gerir það að verkum að ég get haft samband við hann daglega á netinu. Nú er hann einn í útlöndum og einhvern veginn er hann alltaf litli drengurinn í huga mér, þótt kominn sé á 24. aldursárið.
Mín góða vinkona, Maríanna, er einnig í Kaupmannahöfn. Mikið vildi ég geta stokkið upp í flugvél og heimsótt þau eina helgi eða svo. Verðlagið á flugfargjöldum er þó enn þess eðlis að fjárhagur fjölskyldunnar leyfir ekki slíkan munað.
Netið verður því að duga í bili.
Kærar kveðjur yfir hafið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007 | 08:36
Óvæntur hjólhestur
Á laugardaginn bauð sonur minn mér í hjólreiðaferð. Það boð var vel þegið, þrátt fyrir að minn gamli hjólhestur væri nánast boðlegur á þjóðminjasafnið. Gamla DBS hjólið mitt var dregið fram og hjálmurinn mundaður. Það vakti athygli mína að sonur minn og tengdadóttir vildi ólm koma við hjá tengdaforeldrum hans í næsta húsi til þess að fá lánaðan nútímalegri farkost fyrir "aldraða" móðurina. Ég maldaði í móinn og sagðist sæl með DBS hjólið mitt. En við það varð ekki komandi. Ég lét þetta eftir unga parinu en þegar við mættum á hlaðið hjá tengdaforeldrunum höfðu þau komið þar fyrir glænýju Moongoose reiðhjóli af flottustu gerð. Sú gamla átti nefnilega afmæli og þetta var afmælisgjöfin!
Það var mikil gleði í ríkjandi í þessari hjólreiðaferð. Nýja hjólið er búið alls kynd nútímaþægindum eins og dempurum og gírum sem auðvelduðu aldraðri konu að takast á við brekkurnar.
Svo hringdi litli námsmaðurinn frá Danmörku og ég greindi söknuð í röddinni hjá honum í rigningunni í Kaupmannahöfn. Gleðilgur afmælisdagur, svo ekki sé meira sagt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.7.2007 | 09:14
Er ekkert lát á þessum hryllingi?
Tekinn á 179 km hraða á Reykjanesbrautinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.7.2007 | 12:34
Lamað samfélag í "fjötrum" tækninnar.
Líklega er stór hluti vinnandi fólks í sumarleysi á þessum árstíma. Að minnsta kosti tekst mér illa að ná í fólk hér og þar í fyrirtækjum og stofnunum. Umferðin ber þess líka merki að sumarfrí eru hvað tíðust í þessum mánuði. Um helgina hafði maður nánast göturnar út af fyrir sig!
Þeir eru þó orðnir æ fleiri sem sjaldnast fá almennilegt sumarfrí vegna tækninnar. Ég var að enda við að tala við góðan samstarfsmann minn í öðru fyrirtæki sem var á leið í sumarleyfi með fjölskylduna. Erindið var að láta hann vita af tölvupósti sem ég vildi að hann læsi og tæki afstöðu til. Þegar ég fékk að vita að hann væri á Snæfellsnesinu með hjólhýsi í eftirdragi á leið í fríið, varð mér á orði að erindið gæti beðið, enda væri maðurinn víðs fjarri tölvu og auk þess í sumarleyfi með fjölskyldunni!
"Það er nú ekkert má," sagði þessi ágæti ungi fjölskyldufaðir. "Ég get lesið póstinn minn í símanum."
"Já, en ég var að enda þér stóra skrá sem ég ætlaði að biðja þig að lesa," sagði ég og reyndi að draga úr áhuga mannsins á vinnunni, þjökuð af samviskubiti efir ónæðinu sem ég taldi mig vera að gera honum.
"Ég get allt með símanum mínum. Lesið tölvupóst, opnað skrár og vafrað á netinu," svaraði maðurinn og var hinn glaðhlakkalegasti. Ég gafst upp og innan fárra mínútna hafði maðurinn sent mér tölvupóst og svarað erindi mínu.
Mér varð hugsað til allra þeirra sem eru í sumarfríi en samt ekki alveg í fríi, heldur bundnir í klafa tækninnar að þessu leyti. Því miður hef ég sjálf fallið í þessa gryfju og staðið mig að því að svara tölvupósti í útlöndum, gefa fyrirmæli og liðsinna fólki, þótt ég sé stödd í annarri heimsálfu, á fjalltoppi eða í sumarbústaðnum. Að vísu ekki eins stórkostlega tæknivædd og félagi minn ungi með hjólhúsið, en engu að síður "alltof" tæknivædd til þess að vera alveg laus við vinnuna.
Til þess að losna við svona áreiti í fríinu, er aðeins eitt til ráða; skilja farsímann eftir heima og forðast allar nettengdar tölvur.
En fátt er svo með öllu illt... Hið góða við tæknina er líka sú staðreynd að sumir geta tekið sér "frí" án þess að starfsemin lamist á meðan, þótt e.t.v. sé það frí ekki eins og hin þar sem maður losnar alveg við vinnuna.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 13:15
Það þarf kjark...
Það þarf kjark til þess að deila sárri, persónulegri lífsreynslu með almenningi. Það þekki ég vel. Sem betur fer ekki vegna þess að ég hafi gengið í gegnum tiltakanlega erfiða, persónulega lífsreynslu, heldur vegna kynna af viðmælendum mínum sem blaðamaður og fl. Ég hef tekið ótal viðtöl og skrifað ótal blaðagreinar um mjög erfið mál, auk þess sem ég kynntist mannlegum harmleikjum þegar ég var lögreglumaður. Þrátt fyrir alla þessa reynslu get ég aldrei sett mig í spor þeirra sem missa ástvina sína skyndilega og óvænt, hvort sem það er af slysförum eða af öðrum orsökum.
Sumir brotna undan slíkri lífsreynslu en aðrir bogna. Yndisleg samstarfskona mín úr hópi þeirra síðarnefndu kynntist ég uppá nýtt í vikunni. Þessa ungu, glaðværu og brosmildu konu hafði ég umgengist nær daglega í fjögur ár án þess að ég vita hið minnsta um líf hennar eða fortíð. Skyndilega kynntist ég henni uppá nýtt þegar ég las færslu á blogginu hennar sem ber yfirskriftina"Örlagadagurinn". http://www.lisatryggva.blog.is/blog/lisatryggva/entry/268234/ Þar segir þessi unga kona tæpitungulaust frá mikilli og erfiðri lífsreynslu sinni eftir að hafa horft á þátt Sigríðar Arnardóttur á sunnudagskvöldið var.
Ég dáist að þessari ungu konu og öllum þeim sem hafa þann kjark að deila erfiðri lífsreynslu með öðrum. Það kann að hljóma undarlega, en er þó engu að síður satt, að slíkar frásagnir hjálpa bæði þeim sem segja frá og hinum sem lesa eða horfa á/hlusta og hafa gengið í gegnum sömu lífsreynslu. Um það get ég vitnað þar sem allir mínir viðmælendur hafa sagt mér að sú staðreynd að þeir töluðu opinberlega um reynslu sína, hafi hjálpað þeim að takast á við sorgina.
Ég hvet alla til að lesa færslu þessarar yndislegu konu sem ég vísa til hér að framan. Það er mannbætandi lestur og fékk mig og marga aðra til þess að íhuga þessi erfiðu mál sem hún ræðir hreinskilnislega um.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.7.2007 | 08:37
Garðvinna er sálar- og allra meina bót.
Eftir langvarandi letilíf í sólinni á Spáni var kærkomið að komast í garðvinnuna heima í Hafnarfirði. Ég bý svo vel að eiga stóran og góðan garð sem þarfnast grænna handa reglulega. Mér til furðu í fyrstu, hafði grasið lítið sprottið þær tvær vikur sem ég var í burtu og annar gróður var orðin fremur litlaus. Ástæðan er augljós; of lítil væta, nánast engin. Garðvinnan hafði þau áhrif á líkama og sál að hvorutveggja komst í jafnvægi eftir annasama og streituvaldandi daga í vinnunni fyrir helgi. Blöðrur á höndum og harðsperrur í útlimum, er vel gleðinnar virði þegar ég virti garðinn minn fyrir mér á eftir.
Nú taka við fleiri annasamir dagar eins og alltaf á þessum árstíma, þ.e. þegar umferðin er í hámarki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.7.2007 | 16:48
Af sólargeisla frá Tógó og öðrum sem sólin nær aldrei til.
Þar sem ég var stödd í bílageymslu í Malaga, fékk ég yndislegt símtal frá Íslandi. Þar var vinur minn og lærimeistari, Njörður Njarðvík í símanum og sagði mér að ég hefði "eignast" stúlku í Tógó í Afríku. Ég varð bæði hræð og stolt þegar hann tjáði mér að hann vissi ekki ennþá hve gömul hún væri en sagði mér svo nafnið hennar. Gracia heitir hún og er "dóttir" mín í Tógó. Ég er stuðningsforeldri hennar og er svo innilega ánægð með þessar fréttir að argaþrasið og áreitið sem beið mín náði ekki að skyggja á þessa innilegu gleði. Meira að segja gamall "viðskiptavinur" minn á meðan ég var í umferðardeild lögreglunnar, sem varð að hella úr saurdalli sálar sinnar yfir mig á netinu vegna ummæla minna í útvarpi sem fóru í taugarnar á honum, náði ekki að víkja myndinni af afrísku stúlkunni úr huga mér. Og þá er nú mikið sagt því oft hafa þeir misvitru´"góðkunningjar" velgt mér undir uggum.
Ég hef verið að velta því svolítið fyrir mér hvernig stendur á því að svo sterk viðbrögð verða oft vegna athugasemda sem ég læt frá mér í seinni tíð. Það er eins og ákveðinn hópur manna (karlmanna) setjist við tölvuna og ausi úr fúkyrðadalli sínum yfir mig og mína ef mér leyfist að vera ósammála þeim. Er ég allt í einu orðin svona illskeytt, spurði ég vini og vinnufélaga. Fara ákveðnar konur svona mikið í taugarnar á tilteknum karlmönnum? Svarið kom svolítið á óvart, en liggur þó í augum uppi. Menn vildu meina að netið, og allir möguleikar þess, væri ástæðan. Þeir sem væru óánægðir og fúllyndir, jafnvel með skerta sjálfsmynd og minnimáttarkennd, settust gjarnan við tölvuna og fengju þar sína útrás. Áður en netið kom til sögunnar voru það opnu símatímarnir í útvarpinu. Taktu þetta ekki nærri þér, Ragnheiður mín, sagði vinkona mín. Það eru heiglarnir sem drita svona yfir fólk á netinu í stað þess að ræða málin á vitsmunalegan hátt. Þessir hugleysingjar myndu aldrei þora þessu annars.
Mér létti svolítið og fór að hugsa aftur í tímann. Þá var ég líka oft að tjá mig um umdeild mál í fjölmiðlum en fékk ekki yfir mig fúkyrðagusur eins og nú. Þá hringdi einstaka símavinur og ræddi málin og stundum var skipst á skoðunum. En aldrei voru notuð óviðurkvæmileg, klúr eða meiðandi orð, eins og nú er. En þá var ekkert net og því höfðu heiglarnir ekkert athvarf.
Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða ekki - en flestir sem tjá sig á svona ómálefnalegan hátt, kunna illa íslenskt mál og furðulega margir (þ.e. ef þeir skrifa undir nafni) miðað við fjöldann, hef ég haft afskipti af sem lögreglumaður á árum áður. Er þetta allt saman bara ímyndun mín eða tilviljun ein. Veit ekki. En vekur mig til umhugsunar.
Litla Gracia mín í Tógó á þó hug minn allan þessa dagana - þrátt fyrr erfiða daga eftir frí.
Góða helgi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 11:13
"Mér finnst rigningin góð..."
Við hjónakornin komum heim frá Spáni í gær, veðurbarin eftir sterkjusól og hita þar syðra. Mikið þótti mér hafnfirska rigningin góð þegar ég koma út í morgun.
Það var reyndar ætlunin að ganga á Hornstrandir þessa helgina en var orðin og þreytt á þeytingi og því kærkomið að vera kúra sér heima um helgina og sinna garðinum og barnabörnunum!
Meira af undarlegri fararstjórn Heimsferða á Costa Del Sol, svo ekki sé meira sagt, síðar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar