Færsluflokkur: Dægurmál
30.8.2007 | 10:06
Vertíðin framundan.
Haustið er sérstakur tími í lífi mínu. Síðustu dagarnir í ágúst og fram í miðjan september er ég önnum kafin við að bóka umferðarfundi í framhaldsskólum. Þá hafa lífsleiknikennararnir samband við mig og við setjum í sameiningu niður tíma í skólanum fyrir umferðarslysaforvarnir. Eftir 14 ár í forvarnastarfi hef ég myndað mikil og góð vináttutengsl við skólameistara og framhaldsskólakennara. Sumir þeirra voru samtíma mér í íslenskunni í HÍ og nú hitti ég þá aftur víða um landið. Það er jafnan mikið "púsl" að setja saman fræðsluferðir um landbyggðina og oft varða dagarnir annasamir þegar ég held allt uppí 8 umferðarfundi á einum og sama deginum.
Ég er farin að þekkja íslenskt vegakerfi í þaula - enda þarf ég að aka langar vegalengdir á milli staða á skólaárinu. Það er sérstaklega gaman að heimsækja framhaldsskólana úti á landi. Nokkrir skólameistarar hafa gengið með mér á fjöll, aðrir riðið út með mér og enn aðrir eru persónulegir vinir mínir.
Nemendur framhaldsskólanna eru sífellt að koma mér á óvart. Þessi ungmenni eru dásamlega skemmtileg og frjó og taka gestum sem mér fagnandi og af kurteisi.
Þótt komandi mánuðir verði annasamir og krefjandi, get ég ekki annað en hlakkað til þess tíma. Ný andlit meðal nemenda og gamlir vinir meðal kennara bíða mín. Helsta áhyggjuefni mitt eru íslensku þjóðvegirnir en ég mun endurnýja kynni mín af þeim í þúsundum kílómetra akstri í vetur. Það er ekkert sérstakt tilhlökkunarefni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.8.2007 | 11:13
"Olíuhreinsunarstöðin gerir okkur kleift að koma okkur í burtu"
Þessi orð komu frá konu sem fædd er og uppalin á Þingeyri við Dýrafjörð. Ég var á ferð um Vestfirði á dögunum þegar hugsanleg olíuhreinsunarstöð var til umræðu. Þessi unga kona, sem á stórt og fallegt hús á Þingeyri og er í góðri vinnu, sagðist óska þess heitast að fá olíuhreinsunarstöðina staðsetta í Dýrafirði því þá gæti hún og hennar fjölskylda selt húsið sitt fyrir gott verð og komið sér í burtu!
Ég varð satt að setja orðlaus. Ég bjóst frekar við að hún nefndi betra atvinnuástand og lífvænlegri afkomu en þetta var þá hennar heitasti draumur; að koma sér í burtu! Reyndar hef ég líka heyrt þessi sjónarmið á Austfjörðum. Margir notuðu tækifærið þegar fasteignaverð þar hækkaði þar, seldu eignir sínar og komu sér fyrir á öðrum og stærri þéttbýlisstöðum.
Hvar er átthagaástin hjá þessu fólki? Ég er sannarlega ekki að mæla með því að sett verði niður stóriðja á jafn yndislegum stað og í Dýrafirði eða á á öðrum stöðum sem hafa slíka náttúrufegurð og Vestfirðir. Ég hélt þó í einfeldni minni að talsmenn slíkar stóriðnu vildu "njóta" áhrifa stóriðjunnar í bættri afkomu og betri lífsskilyrðum en ekki flýja af hólmi þegar "smjörið er farið að drjúpa af hverju strái" eins og margir vilja meina að slíkt ferlíki sem olíuhreinsunarstöð muni færa smærri byggðarlögum á landsbyggðinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.8.2007 | 14:37
Skelfileg lífsreynsla.
Það er skelfileg lífsreynsla að verða fyrir innbroti á heimili sitt. Það þekki ég mætavel - bæði sem fyrrum lögreglumaður og nú sem forvarnafulltrúi hjá tryggingafélagi. Í báðum þessum störfum hef ég upplifað viðbrögð fólks við því þegar ráðist er inn í helgasta reit þeirra; heimilið. Stundum láta hinir ógæfusömu einstaklingar, sem leggjast svona lágt, láta sér ekki nægja að stela, heldur nota þeir hýbýli fólks og dvelja þar langdvölum við skemmtanahald og neyslu. Það er óskemmtileg reynsla að koma að heimili sínu eftir að ókunnugir hafa farið um á skítugum skónum og með kámugum krumlunum.
Sumir verða fyrir svo miklu áfalli að þeir geta ekki hugsað sér að sofa í rúmi sem einhver hefur notað án heimildar. Það hvarflar oft að manni í svona tilfellum að innbrotsþjófarnir hafi fylgst með ferðum fjölskyldunnar og viti nákvæmlega hvort, og þá hvenær, hún er fjarverandi. Fólk ætti því aldrei að tala óvarlega um ferðaáætlanir sínar, né auglýsa á símsvara eða í fjölmiðlum að það verði fjarverandi um tiltekinn tíma. Það er nánast eins og heimboð fyrir þjófa og aðra misyndismenn.
Þá er full ástæða til að biðja nágranna sína um að hafa auga með eignum sínum þegar farið er í frí. Hið sama gildir um sumarbústaði. Gott er að biðja næstu nágranna að líta til með sumarhúsinu og láta vita um óeðlilegar mannaferðir. Það er stundum gott að vera tortryggin nágranni. Það hefur komið í veg fyrir mörg innbrotin.
Ljót heimkoma fjölskyldu í Garðabæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 11:35
Of seint að vera vitur eftirá.
Fyrir nokkrum vikum ákváðum við móðir mín að heimsækja þrjár aldraðar ömmu/móðursystur á Hrafnistu. Einhverra hluta vegna dróst heimsóknin þangað til í síðustu viku. Maðust ætti aldrei að draga hlutina á langinn - enda koma á daginn að ein þessara heiðarkvenna hafði látist tveimur dögum áður. Við vorum auðvitað slegnar yfir þessu og ekki lausar við sektarkennd - enda ætluðum við að fara mun fyrr í heimsóknina. Þær tvær sem eftir lifa voru hinar hressustu og við hétum því í hljóði, við móðir mína, að heimsækja þær oftar.
Tvíburasonardætur mínar urðu 15 ára í vikunni. Það er undarleg tilfinning að eiga 15 ára barnabörn en líka afar skemmtilegt þegar ég er rengd um að vera amma þeirra því flestir ókunnugir halda mig vera móður þeirra! Trúi því að það hljóti að vera vegna þess að ég sé svo ungleg!! Reyndar er mig farið að langa til að eignast nýtt barnabarn! Sá eldri virðist ágætur til undaneldis, svo talað sé hestamál, því tvíburarnir eru hinir mannvænlegustu, niðjum sínum til mikils sóma. Sá yngri er efnilegur þótt ég voni hans vegna að ekkert barn sé væntanlegt undan honum - a.m.k. ekki á meðan hann er í námi.
Í mér blundar ekki vetrarkvíði eins og svo oft áður. Veit ekki af hverju. Kannski vegna þess að ég hlakka til svo margs í vetur sem vonandi gengur upp. Það eru spennandi tímar framundan. Litli námsmaðurinn er að koma heim í þrjá mánuði, á milli námslota, á laugardaginn kemur og það er tilhlökkunarefni. Ég er að byrja í ræktinni eftir sumarhlé, stutt til jóla, góðar bækur á náttborðinu, yndislegt haust framundan með sínum jarðlitum og fl. svo þið sjáið að það þarf ekki mikið til að gleðja mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.8.2007 | 11:59
Vesturferð á vonlausum vegum.
Ég skrapp í Dýrafjörðinn um helgina. Í gegnum tíðina hef ég farið vestur í Haukadal í Dýrafirði nánast árlega en sumarið er ekki búið fyrr en ég hef farið vestur. Í árdaga þessara vesturferða, tók aksturinn eina 12 tíma en nú er þetta ekið á 6-7 tímum, eftir því hvort ekið er Djúpið eða Barðaströndin. Stytting tímans sem það tekur að aka þetta er þó ekki betri vegum að þakka; a.m.k. ekki hvað Barðaströndina varðar, heldur er búið að grafa göng undir Hvalfjörð og brúa Borgarfjörð og Gilsfjörð. Vegurinn um Barðaströndina er enn afar slæmur og Dynjandisheiðin varla leggjandi á venjulegan fólksbíl og þá sérstaklega nú, þegar varla hefur rignt í margar vikur. Vegurinn er harður og holóttur.
Ef til vill er það einmitt sjarminn við Vestfirðina hversu illfært er þangað. Það þarf einbeittan ferðavilja og átthagaást til þess að takast á við þessa vegi. Vestfirðirnir valda þó aldrei vonbrigðum, þótt vegirnir sú slæmir. Mér verður þó alltaf hugsað til þess hversu mikið væri hægt að gera varðandi ferðaþjónustu ef vegirnir yrðu lagaðir. Þetta landssvæði er að mínu mati eitt best varðveittasta leyndarmálið í ferðaþjónustu á Íslandi. Um það vitnuðu frönsku ferðalangarnir sem við tókum upp í bílinn á Dynjandisheiðinni sem áttu varla orð til að lýsa upplifun sinni í veðurblíðunni á Vestfjörðum. Það er því sannarlega kvíðvænleg tilhugsun ef setja á olíuhreinsunarstöð í Arnarfjörð. Þá yrði settur svartur blettur í hina dásamlegu og óspilltu náttúrufegurð sem þar er.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.8.2007 | 08:37
Mikill munur á akstri mótorhjólamanna og kvenna.
Mér hefur stundum verið legið á hálsi fyrir gagnrýni á hraða einstakra mótorhjólaökumanna. Hvað sem segja má um það er ljóst að eitthvað mjög jákvætt er að gerast hjá þessum hópi ökumanna. Hraðinn hefur minnkað umtalsvert og og mér virðist sem þeir séu staðráðnir í að fara að öllu með gát. Ég ferðaðist mikið um þjóðvegi landsins um verslunarmannahelgina og einnig hef ég verið að fylgjast með akstri þessara ökutækja hér á Reykjavíkursvæðinu. Allt ber að sama brunni. Mótorhjólamenn hafa staðið sig með prýði og nú er það undantekning ef sést til hjóls sem ekið er á of miklum hraða. Auðvitað hafa alvarleg slys meðal mótorhjólafólks haft mikil áhrif á þá og okkur öll og ég veit að allir hjólamenn vilja komast heilir í gegnum umferðina án þess að slasa sig eða aðra. Það hafa þeir sannarlega sýnt í verki að undanförnu.
Ég vil nota þetta tækifæri til þess að votta aðstandendum þeirra mótorhjólamanna og annarra sem lsem látist hafa í umferðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur og óska þeim sem slasast hafa góðs bata. Það er sama hvaða ökutæki við aðhyllumst; öll eigum við það sameiginlega markmið að vilja bæta umferðina og komast heil heim.
Dægurmál | Breytt 12.8.2007 kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2007 | 09:07
Harðsperrur ættaðar úr Hvalfirði
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.8.2007 | 15:47
Góða vinna hjá löreglunni
Ók á 129 km hraða á Sæbraut | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.8.2007 | 09:10
Við verðum að hafa auga með börnunum.
Slasaðist við leik á trampólíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 08:37
Guð láti gott á vita...
Vonandi verða engin váleg tíðindi í fréttum eftir verslunarmannahelgina. Fyrir 30 árum, þegar ég fór fyrst að skipta mér að umferðarmálum um verslunarmannahelgina, var algengt að fyrsta frétt á þriðjudagsmorgni væri af fjölda umferðarslysa og nauðgunum eftir helgina.
Í ár hef ég mikla trú á að þessi helgi verði góð, þ.a. að engin alvarleg slys eða glæpir eigi sér stað. Hef svosem ekkert fyrir mér í þeirri spá annað en góða trú á landann. Mér virðist sem fólk sé almennt á verði og hef heyrt af æ fleiri foreldrum sem viðhafa varnaðarorð til ungmennanna sinna áður en þau halda á vit skemmtanalífsins og umferðarinnar á þjóðvegum landsins.
Sjálf hef ég reynt að koma boðskap um varkárni og tillitssemi á framfæri í fjölmiðlum og svo hafa einnig aðrir gert sem sinna umferðaröryggismálum í starfi sínu. Hvort þetta skilar sér allt í góðri hegðan um helgina, er svo aftur önnur saga. En ég hef trú á vegfarendum og vonandi rætist þessi spá mín. Gið láti gott á vita.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar