Er ekkert lát á þessum hryllingi?

Hvað gengur mönnum til með svona ofsaakstri? Nú er stór ferðahelgi framundan og það er ekki laust við að mann hrylli við þeim fréttum sem kunna að berast í lok helgar. Ég fór í ökuferð um Reykjavík og nágrannabyggðarlögin í gærkveldi í góða veðrinu og varð áþreifanlega vör við ofsaakstur og þar voru því miður vélhjól áberendi. Í minni friðsælu götu í Hafnarfirði er 30 km hámarkshraði en engu að síður er ekið þar á 50-80 km hraða sem er auðvitað ekkert annað en ofsaakstur við þær aðstæður. Ég hef oft áhyggjur af litlu systrunum, 4 og 6 ára sem búa á móti mér. Menn verða að hugsa um þær aðstæður sem ríkja á hverjum stað. Lítið barn getur stórslasast eða látist ef það verður fyrir bíl á 50 km. hraða. Höfuðstærð barna er hlutfallslega meiri en hjá okkur sem fullorðin eru og því verður höfuðið oft fyrir mesta skaðanum hjá börnum.
mbl.is Tekinn á 179 km hraða á Reykjanesbrautinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Ertu ennþá óvinur vélhjólamanna númer 1 ?, þú virðist alltaf þurfa að lauma inn einhverju níði um fólk á mótorhjólum, þó allir viti(nema þú) að það er ekkert verra en bílstjórar bíla almennt séð, en  auðvitað eru einhverjir innanum sem fara yfir strikið, og þeir fáu koma óorði á heildina, þannig er það alltaf.

Svo vil ég árétta að götur eiga ekki að vera leiksvæði barna eins og þú virðist álíta.

Skarfurinn, 27.7.2007 kl. 09:29

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Nei, það er útbreiddur misskilningur að ég sé óvinur mótorhjólamanna. Mínir bestu vinir eiga margir mótorhjól auk þess sem ég kynntist mörgum ágætum mótorhjólamönnum þegar ég var í lögreglunni. Það er rétt sem þú segir; það er fámennur hópur mótorhjólamanna sem kemur óorði á alla hina sem haga sér mjög vel í umferðinni. Þegar ég gagnrýni ofsaakstur einstakra mótorhjólamanna, er ég EKKI að gagnrýna heildina. Rétt eins og þegar ég tek dæmi af bílstórum og þá einkanlega ungum ökumönnum. Þá er ég fráleitt að gagnrýna þá alla. ´

Við erum bæði sammála um að gatan er ekki leiksvæði barna og við erum ábyggilega líka bæði sammála um að menn eiga ekki að aka hraðar en 30 km hraða í íbúðahverfum. Í minni götu eru t.d. ekki gangstéttir alls staðar og því geta börnin ekki farið annað en bein út á götuna frá garðinum sínum. Þá stafar þeim hætta af þeim sem aka hratt.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 27.7.2007 kl. 09:51

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

ertu með einhverjar græjur til þess að mæla hraðann á þessum mönnum ?

eða varst þú kannski á svipuðum hraða á eftir þeim til þess að vita á hvaða hraða þeir voru ?

eða ertu kannski bara að búa einhverjar tölur til útí loftið?

Árni Sigurður Pétursson, 27.7.2007 kl. 10:17

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Ef þú átt við hraðann sem ég nefni í íbúðagötunni, þá hefur hann verið mældur oft af lögreglunni.

Ég óska ykkur báðum farsældar í umferðinni og þakka athugasemdirnar. Öll umræða um þessi mál er til góðs.

kveðja.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 27.7.2007 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband