Er honum treystandi?

Einu sinni átti ég samskipti við Árna Mathiesen sem ég gleymi seint. Hann var gestur á fundi um  tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Þar voru sýnd myndskeið frá nokkrum aðilum sem slösuðu sig lífshættulega á brautinni áður en hún var tvöfölduð. Þegar myndirnar birtust, stóð Árni á fætur og strunsaði út með þeim orðum að það væri ekki við hæfi að fjalla um tilfinningamál á þessum fundi!

Ég sat við hlið vinkonu minnar sem var lömuð fyrir neðan mitti eftir alvarlegt umferðarslys í Kúagerði. Eftir þessi samskipti mín við Árna (en á milli okkar fóru nokkur miður falleg orð) hef ég ekki haft mikla trú á þessum dýralækni sem nú er að sýsla með viðkvæm málefni í útlöndum á sviði fjármála.

Er þessum manni treystandi til þess að ræða um efnahagsmál í útlöndum? Er ekki kominn tími á að til vandasamra verka í þágu lands og þjóðar séu veldir menn á faglegum nótum; menn sem eru stafi sínu vaxnir.

Dæmi hver fyrir sig.


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Þessu trúi ég. Nei, honum er ekki treystandi enda einn mest spilli stjórnmála maður okkar tíma. Og ath að hann á í SPRON og öll hans fjölskylda. Hann er ekki hlutlaus.

Halla Rut , 12.10.2008 kl. 23:05

2 Smámynd: Björn Finnbogason

Ég var nú á þessum fundi.  Hvernig hægt var að ætlast til að þingmenn og aðrir tjáðu sig um framgang brautarinnar eftir þessa sýningu og það fyrir framan fólk sem hafði lent þar í ævilöngum örkumlum, var nú alveg á mörkunum Ragnheiður.  Hitt er svo annað að hann átti ekki fara.

Þar gæti líka legið styrkur hans í dag og nótt að rjúka út frá IMF og æða til Rússlands sem ég vona okkar vegna íslendinga að hann geri.

Hann átti á sínum tíma ef ég man rétt tvö stofnbréf í SPH sem metin voru á um 48mkr hvort þegar lætin voru sem mest hér um árið.  Síðan heitir þetta BYR -með engan vind í seglin!, og hver hefur hugmynd um hvers virði sá banki er í dag? -5%?

Björn Finnbogason, 12.10.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Halla Rut

Björn:Þetta er einmitt viðhorfið sem mun og hefur leyft spillingunni hér á Íslandi þróast og viðhafðast sem hún hefur gert frá upphafi.

Var eðlileg að hann (Árni) sæi um sölu ríkiseigna þar sem herinn hafði haft aðstæður til bróður síns? Var eðlileg að bróðir hans fékk þetta allt á undirverði?

Umburðarlyndi til þeirra sem eru búnir að koma okkur í skuldasúpu sem komandi kynslóðir þurfa að þræla fyrir er með ólíkindum. Við erum svona stödd því fólk vann ekki vinnuna sína. Það var of upptekið við að sauma eigin stakk.

Fær fólk aldrei nóg og segir NEI takk.

Halla Rut , 12.10.2008 kl. 23:32

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Sammála, Ragnheiður. Ég treysti honum ekki fyrir horn.

Líka innilega sammála Höllu Rut. Umburðarlyndi þjóðarinnar gagnvart spilltum stjórnmálamönnum er forkastanleg og því verður að linna!

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: corvus corax

Í athugasemd nr. 2 skrifar greinilega ein af rassasleikjum sjálfgræðgisflokksins. Það breytir engu um að dýralæknisfíflið í ríkisstjórninni er óhæfur, hrokafullur og gjörspilltur. Bestu dæmin eru þegar hann lét Björn Bjarnason og Ceaucescu Oddsson etja sér til að skipa umdeildan undanvilling í dómarastöðu þrátt fyrir að allir aðrir umsækjendur væru hæfari. Svo kastaði dýralæknisfíflið skít í umboðsmann alþingis. Dýralæknisfíflið æðir yfir allt og alla í heimsku sinni og hroka og nýtur þess að sleikja rotþrærnar fyrir áðurnefnda spillingarforingja enda "skal fíflinu att á foraðið".

corvus corax, 13.10.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 37523

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband