Gott að fá verðuga samkeppni.

Það er vissulega ánægjulegt að svo margir skuli vilja taka þátt í endurskoðun Stjórnarskrárinnar. Sem frambjóðandi til Stjórnlagaþings mun ég ekki verja einni einustu krónu í framboð mitt - enda leyfir heimilisbókhaldið það ekki. Nú hlakka ég til að sjá listann yfir frambjóðendur og er sannfærð um að almenningur hefur úr nægum nöfnum að moða. Helsta áhyggjuefnið er ef fólk lætur undir höfuð leggjast að mæta á kjörstað. En við spyrjum að leikslokum.
mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Sæl Ragnheiður Ólafía!

Þar sem þú ert í framboði til stjórnlagaþings finnst mér vera við hæfi að hella yfir þig allstórum skammti af spurningum (þær gætu samt verið miklu fleiri, en þetta verður að duga að sinni).

Hver er afstaða þín til eftirfarandi:


a) Eignarhald á náttúruauðlindum
b) Allt landið eitt kjördæmi
c) Persónukjör þvert á lista flokka
d) Ráðherrar víki af þingi
...e) Þjóðaratkvæðagreiðslur
f) Réttur forseta til að neita að samþykkja lög
g) Forsetaembættið almennt

Fyrirgefðu hvað þetta er langt, en mér finnst mikilvægt að fá fram viðhorf frambjóðenda til þessara mála og margra fleiri.

Magnús Óskar Ingvarsson, 18.10.2010 kl. 15:18

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæll, bloggnotandi.

Mér er ljúft að svara þér.

a. Eignarhald á auðlindum á skilyrðislaust að vera hjá þjóðinni sjálfri og á ekki að vera heimilt að selja þær auðlindir til útlendinga.

b. Já, það er mín skoðun að svo eigi að vera.

c. Já, þar sem það úrslit kosninga endurspeglast oft ekki í þeirri ríkisstjórn sem mynduð er hverju sinni.

d. Ég er þeirrar skoðunar að ráðherrar eigi einungis að sinna ráðherrastörfum sínum og þar af leiðandi eiga þeir ekki að sitja á þingi.

e. Ég tel eðlilegt og lýðræðislegt að þjóðin kjósi um mikilvæg mál og það skuli vera þjóðaratkvæðisgreiðsla ef tiltekinn fjöldi atkvæðisbærra manna fer fram á hana.

f. Sá réttur á ekki að vera hjá forseta miðað við núverandi fyrirkomulag forsetaembættisins.

g. Ég hef ekki enn myndað mér skoðun á þessari spurningu og ætla að skoða það  vel og taka mið af niðurstöðum þjóðfundarins.

Vona að þetta svari spurningum þínum.

kveðja

Ragnheiður

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 18.10.2010 kl. 16:58

3 identicon

Mér finnst þetta eiginlega of mikill fjöldi og þetta mun þýða að fólk nennir ekki að finna út hvaða skoðanir fólk hefur eða stendur fyrir, heldur gæti þetta orðið hálfgerð vinsældakönnun. Mér finnst reyndar stjórnarskráin okkar að flestu leiti góð þó skerpa þurfi á einstaka atriði og minni á að ekki skal breyta breytingana vegna.

Gangi þér vel mín kæra vinkona.

(IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband