Fólk er mjög reitt.

Ég var að enda við að tala við vinkonu mína sem á ungan námsmann í útlöndum sem ekki á fyrir mat og húsaleigu. Hún hafði eðlilega áhyggjur af barninu sínu og spurði mig hvort ég þekkti einhvern í nágrenninu sem gæti hjálpað til, þ.e. skotið skjólshúsi yfir barnið hennar og gefið því að borða þangað til íslensum stjórnvöldum þóknaðist að opna fyrir gjaldeyrismillifærslur. Sjálf var þessi vinkona mín fyrirhyggjusöm og stofnaði gjaldeyrisreikning fyrir nokkrum árum sem hún lagði reglulega inná til þess að geta hjálpað börnum sínum í námi erlendis. Nú ætlaði hún að vitja peninga sinna, þ.e. taka út til þess að senda til útlanda, en fékk synjun. Það var ekki eins og hún væri að biðja um gjaldeyri úr gjaldeyrissjóði landsins - ó nei, þetta var hennar eigin gjaldeyrir sem hún fékk ekki að nálgast! Hvað er að gerast í þessu landi? Vinir mínir margir hverjir hafa glatað öllum sínum sparnaði; sumir mörgum milljónum.  Þessi góða vinkona mín átti svolítinn aur í upphafi vikunnar og leitaði ráða hjá ráðgjafa Kaupþings um hvernig hún ætti að geyma þá. Svarið var: "Fjárfestu í Glitni. Nú er lag þar sem ríkið var að kaupa meirihluta í bankanum  og hlutabréfin eru í lágmarki. Allt er á uppleið í Glitni." Allir vita hvað síðan hefur gerst. Þessir peningar eru tapaðir.

Mikil örvænting er víða meðal venjulegs fjölskyldufólks sem hefur glatað öllum sínum sparnaði auk þess sem atvinna þess er ótrygg. Sumir bíða uppsagnarbréfs ofan á glataðan sparnað og ört hækkandi húsnæðis- og bílalán.

Um leið og allt þetta gerist heyrist ekki orð frá stjórnvöldum um hvort, og þá hvernig, kalla á þá til ábyrgðar sem "stolið" hafa eigum almennings og komið þeim fyrir í útlöndum. Ég hefi fyrir satt að margir þessara "ræningja" lifi nú praktuglega í vellystingum í útlöndum; sitjandi á digrum sjóðum sem þeir hafa vélað út úr íslenska bankakerfinu.

Vinir mínir og aðrir rétt hugsandi Íslendingar vilja sjá réttlætinu framfylgt; að þessir menn sæti ábyrgð fyrir gjörðir sínar. Sumir eru reyndar svo ráðvilltir að þeir vona að þetta sé vondur draumur sem þeir vakna upp af einn góðan veðurdag. Þeir eru reiðir og sárir og vanmáttugir.

Margir vita ekki hverju, eða hverjum, þeir eiga að trúa. Svo lengi og svo oft hefur verið logið að þeim.

Íslenskum stjórnvöldum ber skylda til að kalla menn til ábyrgðar - þó ekki væri nema til þess að róa fólk. Það er nefnilega til svo lítils að taka þátt í í byggja eitthvað upp með blóði, svita og tárum á meðan ekki er blakað við þeim sem hörmungunum ollu. Fólk stendur vissulega saman og faðmar hvert annað - en hvaða kröfur er hægt að gera til þeirra sem sjá ekki til sólar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ef það er hægt að kippa stoðunum undan fólki sem hefur ekki til þess unnið skil ég ekki í öðru en að hægt sé að setja lög - ef þarf - til að ná til baka peningunum af þeim sem hafa reynt að skjóta þeim undan. Hvað situr t.d. Bjarni Ármannsson á mörgum krónum í Noregi?

Berglind Steinsdóttir, 10.10.2008 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 37523

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband