Konur eru konum bestar og eru á allra vörum!

Í dag vann ég erfitt en afar gefandi verkefni fyrir allar konur þessa lands. Ég tók sjónvarpsviðtöl við níu hetjur; íslenskar konur sem vilja deila sárari reynslu sinni af brjóstakrabbameini með þjóðinni. Tilefnið er sjónvarpsþáttur sem sendur verður út í beinni útsendingu á Skjá einum næsta föstudag. Um er að ræða skemmti- og söfnunarþátt þar sem safnað verður peningum til þess að kaupa nýjan og fullkominn rannsóknarbúnað til þess að greina brjóstakrabbamein mun fyrr en hingað til hefur verið hægt að gera.

Þátturinn ber yfirskriftina "Á allra vörum" en frumkvæðið áttu nokkra konur sem starfa í fluggeiranum sem ákváðu að safna peningum til kaupanna með því að selja varaliti. Nú hefur verkefnið undið uppá sig og er orðið að sjónvarpssöfnum sem fer fram þann 20. júní á Skjá einum. Að verkefninu vinna eingöngu konur; þ.e. konur stjórna þættinum; konur skemmta í þættinum og konur vinna alla undirbúningsvinnu. Ég var beðin um að taka sjónvarpsviðtöl við níu konur sem greinst hafa með krabbamein í brjósti. Það gerði ég í dag og verkefnið en var ekki auðvelt - en afar gefandi og þakklátt. Allt gekk ákaflega vel - enda voru konurnar hver annarri dásamlegri auk þess sem þær auðvelduðu mér mjög viðtölin með því að vera frjálslegar og bjartsýnar. Þær ræddu um áfallið að greinast með krabbamein, álagið á fjölskylduna, lyfjameðferðina, bataferlið, vonina og framtíðina. Það var aðdáunarvert hvernig þær deildu þessari sáru lífsreynslu með mér og næsta föstudag fær þjóðin tækifæri til að sjá og heyra frásagnir þeirra.

Viðtölin voru tekin upp heima hjá enn einni valkyrjunni sem leggur þessu málefni lið; í yndislegum garði við húsið hennar þar sem Gullregnið var í bakgrunni og gróðurinn í sínum fallegasta skrúða. Sviðsmyndin var einkennandi fyrir birtuna, bjartsýnina og trúna á lífið sem var svo áberandi í málflutningi allra þessara kvenna.

Allar konurnar sem taka þátt í þessu verkefni, bæði þær sem eru framan og aftan við myndavélarnar auk þeirra sem svara í símana á föstudaginn, gera það í sjálfboðavinnu. Það gerum við allar fyrir mæður okkar og ömmur, dætur okkar, barnabörn  og reyndar allar konur á Íslandi. Við viljum leggja þessu málefni lið svo hægt verði að greina brjóstakrabbamein á frumstigi svo koma megi í veg fyrir dauðsföll af völdum þessa sjúkdóms.

Ég hvet ykkur öll til að taka þátt í þessari söfnum, næsta föstudag á Skjá einum.  Útsendingin hefst klukkan 21:00 og mun standa í hálfan þriðja klukkutíma.

Íslenskar konur eru konum BESTAR og standa saman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta er glæsilegt og þakka þér fyrir að deila þessu með okkur. Vonandi verður þetta í opinni dagskrá á Stöð2. Ég legg mitt a mörkum.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 14.6.2008 kl. 22:40

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir það Elma. Daskráin verður á Skjá einum sem er í opinni dagskrá og sést vonandi hjá þér fyrir austan.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:27

3 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl vertu. Þú tekur þér ýmislegt fyrir hendur. Þetta hlýtur að hafa tekið á ekki spurning en verðugt verkefni. Ég keypti einmitt varasalvann þegar ég var síðast á ferðinni í flugi og kem til með að fylgjast með þessu á föstudaginn. Vona að þetta gangi vel. kveðja til þín Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 15.6.2008 kl. 23:17

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já, já við sjáum allt hérna fyrir austan, erum meira að segja í vegasambandi og höfum rafmagn!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 09:53

5 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Gleðilegan 19. júní kæra vinkona

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 19.6.2008 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband