17. júní skírn, fjáröflun og góð helgi framundan.

 

skirn

Sonarsonur minn, Sindri Arnar Svavarsson, var skírður af sr. Hirti Magna Jóhanssyni, Fríkirkjupresti, á 17. júní, nákvæmlega 36 árum eftir að faðir hans var skírður af öðrum Fríkirkjupresti, sr. Þorsteini Björnssyni. Hjörtur Magni framkvæmdi þessa athöfn af látleysi og hlýju eins og honum einum er lagið.

Í kvöld verður þátturinn "Á allra vörum" sendur út frá Skjá Einum og hefst útsending kl. 21:00 og stendur til kl. 23:30. Ég hvet alla Íslenginga til að taka þátt í þessari fjáröflun með því að hringa í símanúmerin 903-1000 - 903-3000 eða 903-5000 en við það skulfærist viðkomandi upphæð á símreikning viðkomandi símanúmers. Þá er einnig hægt að hringa í síma 595-6000 og tala við þjóðþekktar konur sem taka á móti framlögum í síma. Við vinkonurnar, ég, Maríanna Friðjónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir erum nú í annað sinn að vinna að sjónvarpssöfnun en við erum allar þátttakendur í Áhugahóp um bætta umferðarmenningu. Sá hópur stóð fyrir fyrstu sjónvarpssöfnuninni af þessum toga árið 1989 og safnaði hvorki meira né minna en 30 milljónum í húsbyggingasjóð SEM samtakanna. Sú vinna var öll unnin í sjálfboðavinnu og svo er einnig í þessu tilfelli. Ætlunin er að safna peningum fyrir skoðunartæki sem greinir krabbamein í brjóstum mun fyrr en nú er hægt að gera og eykur verulega lífslíkur kvenna sem greinast með þessa mein.

 taekid_forsida_400

Um helgina ætla ég að fara með sonarsyni mínum, Sindra Arnari, foreldrum hans og e.t.v. fleirum í sumarhúsið í Skorradal. Við sonur minn ætlum að ganga á fjallið ofan við bústaðinn og er það liður í æfingu fyrir fjögurra daga göngu á Hornströndum sem ég ætla að takast á hendur, ásamt góðum vinum, um miðjan júlí. Nýir meðlimir í þeirri göngu eru þær Maríanna Friðjónsdóttir og Kolbrún Jarlsdóttir, fjölmiðlakonur, en þær eru lykilkonur í útsendingu þáttarins "Á allra vörum" í kvöld. Þær hlakka mikið til að ganga með okkur - enda fátt eins dásamlegt og það að njóta vestfirskrar náttúru í góðra vina hópi. Við stelpurnar ætlum að aka vestur saman og dvelja í einhverja daga í ættaróðali fjölskyldu minnar í Haukadal í Dýrafirði og halda svo norður á bóginn í Veiðileysufjörð og ganga í fjóra daga og enda síðan á Hesteyri.

Dagskráin um helgina verður þó sniðin dulítið eftir EM - enda missi ég aldrei af knattspyrnuveislum.  ég held með Hollandi - enda frábært lið sem spilar léttan og leikandi bolta sem unun er á að horfa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæl og til hamingju með sonarsoninn og nafngiftina. Ég vona að ferðin vestur verði skemmtileg og er alltaf með svona áætlun í hausnum sjálf. Fer einhvertíma. Ég missi helst ekki af leikjum í fótboltanum og það er veisla núna í EM. Ég ætla að ganga á Helgafell í Hafnarfirði á miðnætti og vona að veðrið haldist gott. Bestu kveðjur til þín og til hamingju líka með árangurinn í söfnuninni í gær. Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:46

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Til hamingju með nafnið á prinsinum,ég get tekið undir að dagurinn er flottur skírna og fæðinga en elsta stelpan mín varð einmitt 25 ára núna 17.júní..Bið að heilsa öllum og hafðu það gott í bústaðnum.

Agnes Ólöf Thorarensen, 21.6.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 37590

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband