20.6.2008 | 09:04
17. júní skírn, fjáröflun og góð helgi framundan.
Sonarsonur minn, Sindri Arnar Svavarsson, var skírður af sr. Hirti Magna Jóhanssyni, Fríkirkjupresti, á 17. júní, nákvæmlega 36 árum eftir að faðir hans var skírður af öðrum Fríkirkjupresti, sr. Þorsteini Björnssyni. Hjörtur Magni framkvæmdi þessa athöfn af látleysi og hlýju eins og honum einum er lagið.
Í kvöld verður þátturinn "Á allra vörum" sendur út frá Skjá Einum og hefst útsending kl. 21:00 og stendur til kl. 23:30. Ég hvet alla Íslenginga til að taka þátt í þessari fjáröflun með því að hringa í símanúmerin 903-1000 - 903-3000 eða 903-5000 en við það skulfærist viðkomandi upphæð á símreikning viðkomandi símanúmers. Þá er einnig hægt að hringa í síma 595-6000 og tala við þjóðþekktar konur sem taka á móti framlögum í síma. Við vinkonurnar, ég, Maríanna Friðjónsdóttir og Guðrún Jónsdóttir erum nú í annað sinn að vinna að sjónvarpssöfnun en við erum allar þátttakendur í Áhugahóp um bætta umferðarmenningu. Sá hópur stóð fyrir fyrstu sjónvarpssöfnuninni af þessum toga árið 1989 og safnaði hvorki meira né minna en 30 milljónum í húsbyggingasjóð SEM samtakanna. Sú vinna var öll unnin í sjálfboðavinnu og svo er einnig í þessu tilfelli. Ætlunin er að safna peningum fyrir skoðunartæki sem greinir krabbamein í brjóstum mun fyrr en nú er hægt að gera og eykur verulega lífslíkur kvenna sem greinast með þessa mein.
Um helgina ætla ég að fara með sonarsyni mínum, Sindra Arnari, foreldrum hans og e.t.v. fleirum í sumarhúsið í Skorradal. Við sonur minn ætlum að ganga á fjallið ofan við bústaðinn og er það liður í æfingu fyrir fjögurra daga göngu á Hornströndum sem ég ætla að takast á hendur, ásamt góðum vinum, um miðjan júlí. Nýir meðlimir í þeirri göngu eru þær Maríanna Friðjónsdóttir og Kolbrún Jarlsdóttir, fjölmiðlakonur, en þær eru lykilkonur í útsendingu þáttarins "Á allra vörum" í kvöld. Þær hlakka mikið til að ganga með okkur - enda fátt eins dásamlegt og það að njóta vestfirskrar náttúru í góðra vina hópi. Við stelpurnar ætlum að aka vestur saman og dvelja í einhverja daga í ættaróðali fjölskyldu minnar í Haukadal í Dýrafirði og halda svo norður á bóginn í Veiðileysufjörð og ganga í fjóra daga og enda síðan á Hesteyri.
Dagskráin um helgina verður þó sniðin dulítið eftir EM - enda missi ég aldrei af knattspyrnuveislum. ég held með Hollandi - enda frábært lið sem spilar léttan og leikandi bolta sem unun er á að horfa.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og til hamingju með sonarsoninn og nafngiftina. Ég vona að ferðin vestur verði skemmtileg og er alltaf með svona áætlun í hausnum sjálf. Fer einhvertíma. Ég missi helst ekki af leikjum í fótboltanum og það er veisla núna í EM. Ég ætla að ganga á Helgafell í Hafnarfirði á miðnætti og vona að veðrið haldist gott. Bestu kveðjur til þín og til hamingju líka með árangurinn í söfnuninni í gær. Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 21.6.2008 kl. 10:46
Til hamingju með nafnið á prinsinum,ég get tekið undir að dagurinn er flottur skírna og fæðinga en elsta stelpan mín varð einmitt 25 ára núna 17.júní..Bið að heilsa öllum og hafðu það gott í bústaðnum.
Agnes Ólöf Thorarensen, 21.6.2008 kl. 11:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.