Tími til kominn að mæla hraða í íbúðagötum.

Það er ánægjulegt ef lögreglan er farin að beina sjónum að of hröðum akstri í íbúðahverfum. Ég bý við rólega íbúðagötu í Hafnarfirði þar sem oft er ekið alltof hratt. Lítið barn, sem verður fyrir bíl á aðeins 50 km. hraða, getur hæglega stórslasast eða látið lífið. Það er því ekki að ástæðulausu sem ökuhraði hefur verið færður niður í 30 km. í mörgum íbúðahverfum. Fyrir svona 20 árum var algengt að ekið væri á gangandi vegfarendur og þá oftast börn. Það jákvæða við þróun umferðaröryggismála er sú staðreynd að slíkum slysum hefur fækkað mikið. Það er því full ástæða til að fylgjast vel með ökuhraða í 30. km. hámarkshraðahverfunum.
mbl.is 16 óku of hratt í íbúðargötu í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Gíslason

Sæl Ragnheiður. Það getur verið erfitt að halda hraðanum niðri ef eftirlitið er ekki stöðugt og hiklaust sektað. Lögreglan verður sjálf að ganga (aka) á undan með góðu fordæmi og liggja ekki í tæpum 110 km hraða á milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur í hádeginu á virkum degi!

Hefur þú svo aldrei velt því fyrir þér hvað varð um 40 km/klst ? Við höfum (15) 30, 50, 60, 70, 80 km innan bæjar- og borgarmarka en ekki 40 km/klst!

Guðni Gíslason, 25.3.2008 kl. 21:24

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Sæll, Guðni. Það vill svo til að ég hafði orð á þessum akstri lögreglunnar (á yfir hámarkshraða án hljóð- og ljósmerkja) á ráðstefnu í fyrra þar sem yfirmenn lögreglunnar í Reykjavík voru staddir. Þeir skýrðu frá því, mér til furðu, að þeir hefðu heimild til að aka yfir hámarkshraða án hljóð- og ljósmerkja við tilteknar aðstæður. Því til staðfestingar sýndu þeir mér reglugerð sem kvað á um þessa heimild þeirra. Ég varð mjög hissa, enda vissi ég þetta ekki og tel reyndar að þetta ákvæði sé afar varasamt þar sem aðrir ökumenn vita ekki af þessu ákvæði og eiga ekki von á lögreglubíl á ofsahraða nema með hljóð- og ljósmerki. Það gæti verið að lögreglan hefði verið að nýta sér þessa heimild í reglugerð í þetta tiltekna sinn, án þess að ég viti það. Eru til 15 km. hraðatakmörk hér á landi? Ég man eftir þessu einhvers staðar úti á landi en hef ekki séð þetta lengi. Jú, nú man ég að þetta eru víst hraðatakmörkin í vistgötum. Alveg rétt.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 25.3.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli þeir hjá lögreglunni séu ekki að misskilja "Reglugerðina"  Lögin ganga alltaf lengra en reglugerðir,  reglu gerði eru bara búnar til sem skýringartexti við Lög sem Alþingi setur.  Og nú er umferðarlögin skýr og því eru það þau sem gilda.   Það getur ekki verið að þeir megi aka á 110 kílómetra á klst. í hádegi á virkum degi, án ljósa eða hljóðmerkja.  Öryggi lögreglunnar sem í hlut á,  og annara vegfarenda, sem þarna eru staddir eru sett, í augljósa hættu, og það varðar við lög. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:08

4 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Æ, Ragnheiður , í 2 línu á að standa: reglugerðir eru bara búnar til sem skýring osfrv.  enn ekki reglu gerði eru bara....  Viltu leiðrétta þetta fyrir mig.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 02:11

5 Smámynd: Morten Lange

Sæl Ragnheiður.  Tek undir þessu með þér að þörf er á að fylgjast með hvernig 30 km hraðanum sé virt.  En sennilega hefði mátt gera meira af því að breyta götumyndinni þannig að ökumönnum upplífa betri samsvörun á milli umhverfi vega og skiltunum.  Það má gera með gróðri, sem hefur líka önnur jákvæð áhrif, og svo með þrengingum. 

Að þrengja með því að mála hjólareina er hugmynd sem hefur komið upp, en virkar ekki eins vel að vetri til. Enn önnur leið gæti verið mála mynd af hjóli í götunni. Kannski hafa skilti líka.  "þessi gata er hjólaleið"  eða álíka.   Gerðu vefleit að "Sharrow" og "bike and chevron". Íslenska heitið verður kannski   Hjólavísir

Morten Lange, 26.3.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Mér finnst alltaf dálítið skrýtið hvað fólk er tilbúið að afsaka það að keyra of hratt. Þarna er aldrei nein umferð. Gatan er svo bein og greið að allir gefa í. Það er ekki hægt að keyra á þrjátíu maður lúsast ekki einu sinni áfram. Þetta er meðal þeirra skýringa sem ég hef heyrt frá fólki sem ekur á 60-80 í gegnum íbúðahverfi.

Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 37551

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband