23.1.2008 | 11:02
Ég man hvar ég var stödd...
...þegar ég frétti að eldgos væri hafið í Eyjum. Þetta var snemma morguns, þann 23. janúar árið 1973. Ég var að vinna hjá þáverandi leikhússtjóra Leikfélags Reykjavíkur, Vigdísi Finnbogadóttur, sem færði mér fréttirnar um leið og hún sótti mig og son minn þennan morgun til vinnu. Ástríður litla fósturdóttir mín svaf í burðarrúmi í aftursætinu og sonur minn, Svavar, var að verða eins árs. Allan þennan dag hlustaði ég á fréttir Ríkisúrvarpsins og fylgdist með komu flóttafólksins til upp á land.
35 ár liðin. Ótrúlegt. ´
Ég man líka hvar ég var stödd þegar Kennedy var skotinn tíu árum fyrr. Þá átti ég heima á Skaganum. Ég sá móður mína, íklædda Hagkaupsslopp, í stofunni að hlusta á fréttir. Allt í einu fór hún að gráta og kallaði til okkar: "Hann Kennedy er dáinn". Þannig var nú það.
Svona stóratburðir hjálpa mér oft að staðsetja aðra atburði í lífi mínu.
Atburðir síðustu daga eru marka ekki spor í líf mitt - nema hvað ég mun alltaf minnast aulahrollsins sem fór niður eftir hryggsúlunni á mér þegar ég sá aumkunarverðar persónur á Kjarvalsstöðum gera sig fíflum. Ég spyr bara: Ef menn eru svona uppteknir af því að koma hinum góðu kosningaloforðum sínum í framkvæmd, af hverju skiptir borgarstjórastóllinn svona miklu máli? Eru það hagsmunir borgarbúa sem eru hafðir að leiðarljósi þegar menn deila með sér þessu embætti? Hefði Ólafur F. Magnússon ekki getað komið málefnaskrá sinni í framkvæmd þótt hann hafi látið Sjálfstæðismönnum, sem eru með miklu meira kjörfylgi, eftir þetta embætti?
Er einhver í vafa um það hvað þetta snýst allt saman um? Ekki ég. Þetta heitir einfaldlega valdagrægði. Mér verður óglatt og ég vorkenni þessu fólki.
35 ár frá gosinu í Heimaey | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.