Í fjötrum búrkunnar...

...er nafn ritgerðar sem við vinkonurnar, ég og sonardóttir mín Steinunn, skrifuðum saman í gærkveldi. Þetta frábæra barnabarn mitt las "Þúsund bjartar sólir" og fékk það verkefni að skrifa ritgerð um bókina. það tókst svona dæmalaust vel og amman skemmti sér konunglega - því það er ekki á hverjum degi sem hún fær tækifæri til að skrifa um fagurbókmenntir. Unglingurinn hafði unnið heimavinnuna sína vel og hafði miklar skoðanir á efni bókarinnar; þ.e. kúgun og misbeitingu á konum í Afganistan. Afi tók sig til og prentaði ritgerðina og gat stelpunni sinni fallega möppu undir hana. Það var glaður tvíburi sem hélt heim á leið undir miðnættið og auðvitað keyrði amma hana heim.

Nú fer að styttast í heimkomu sonar míns og tengdadóttur frá Florida en þau eru verðandi foreldrar, þ.e. barnið þeirra á að fæðast í maí. Mér skilst að búið sé að tæma barnafataverslanir vestan hafs!

Litli námsmaðurinn er í Viborg og spjallar við mömmu daglega. Sífellt blankur í útlandinu. Sjálf er ég á kafi í umferðarfundum í framhaldsskólum og er enn alveg hissa á því hvað mér finnst þetta skemmtilegt ennþá - eftir 14 ár! Í gær fór ég í Kvennó og heimsótti lífsleiknitíma sem vinkona mín, Ragnhildur Guðjónsdóttir, hefur umsjón með. Í kaffinu spunnust fjörugar umræður um ástandið í pólitíkinni í borginni - en mín kæra vinkona er hreinræktuð sjálfstæðiskona og hélt uppi öflugum vörnum fyrir sitt fólk í pólitíkinni. Við tókumst svolítið á en allt í góðu - enda er vinátt okkar hafin yfir alla pólitík.  En mikill óskaplegur hiti er í fólki vegna þessa máls. Þar gildir einu hvoru megin það er í pólitíkinni. Mér virðist sem flokkbræður Raggýar minnar séu ekki síður svekktir með sitt fólk. Þeir eru samt ekkert að flíka því opinberlega - tala þess meira á kaffistofunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 37591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband