Endurfundir á blogginu.

Aldrei hefði ég trúað því hversu öflugt bloggið er. Hér fæ ég samband við gamla vini sem ég er fyrir löngu búin að missa af; veit ekki hvar þeir eru niðurkomnir fyrr en þeir hafa allt í einu samband í gegnum þennan frábæra miðil. Í eina tíð var ég í sveit á Krossi í Austur-Landeyjum og passaði þar litla stelpu sem nú er komin á fimmtugsaldurinn. Lóa litla er orðin þriggja barna móðir og amma!

Myndin af mér hér til hliðar er tekin þegar Tómas minn, hjartkæri kötturinn minn, var á lífi.  Hann varð 15 ára en var í 6 ár í "fóstri" hjá Ásu ömmu, sem lést, langt fyrir aldur fram, fyrir 5 árum. Þá tók ég Tómas aftur til baka - enda gat Ása amma ekki lengur hugsað um hann; orðin fársjúk á sjúkrahúsi. Ég heimsótti Ásu, síðustu mánuðina hennar, á sjúkrahúsið með Tómas í búri. Kötturinn stökk upp í rúmið til Ásu og það urðu miklir fagnaðarfundir. Nú er Ása öll og Tómas minn líka. Það var því sannarlega ánægjulegt þegar dóttir Ásu, Regína, hafði skrifaði gestabókarfærslu hér á bloggið og sagði mér frá því sem ég vissi; þ.e. hversu mjög Ása amma hafði elskað Tómas sinn.

Ása verður mér alltaf minnisstæð og á sérstakan sess í hjarta mínu vegna þess hversu mikill dýravinur hún var alla tíð. Hún var líka einstök kona sem ég kynntist því miður of seint. Ég hefði viljað eiga fleiri ár með henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Kæra vinkona.Nú hló ég dátt og innilega...Ég á fjóra dætur og er ekki ennþá orðinn amma þó svo að sú elsta sé nú orðin nógu gömul til að gera mig ömmu.Ég á sem sagt þrjár litlar og eina stóra.heheSmá misskilningur...hehe...

Agnes Ólöf Thorarensen, 21.1.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Elsku Lóa mín. Þúsund afasökunarbeiðnir! Ekki ætlaði ég að gera þig að ömmu sisvona. Líklega hef ég lesið illa höfundrupplýsingarnar á vefsíðunni þinni. Þetta flokkast undir létt "elliglöp" ekki satt? Þín Ransý

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 21.1.2008 kl. 23:48

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Elsku Ransý mín.Þetta er nú ekkert að fyrirgefa,ég lét mig dreymaum stund og komst að því að tilhugsunin er tilhlökkunarefni..hehe....Bestu kveðjur,framtíðar amman Lóa

Agnes Ólöf Thorarensen, 23.1.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 37591

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband