16.2.2010 | 14:20
Dagur 20 í atvinnuleysinu.
Þeir líða dagarnir þótt engin atvinnan sé. Undanfarna daga og vikur hef ég verið að senda inn atvinnuumsóknir og leita eftir vinnu hjá fyrirtækjum og stofnunum sem ekki hafa auglýst eftir starfsfólki. Það er undarleg tilfinning að vera sagt upp störfum. Sjálf hef ég aðeins unnið á þremur stöðum um ævina; í lögreglunni, hjá Fróða og síðast hjá VÍS. Auðvitað hef ég líka starfað hjá Ríkisútvarpinu, bæði útvarpi og sjónvarpi og hjá Umferðarráði en það hafa allt verið aukaverk með annarri vinnu.
Nú stend ég frammi fyrir því að þurfa í fyrsta skipti á ævinni að leita að atvinnu og það er ný reynsla. Hvar á maður að bera niður? Upp í hugann koma ljóðlínur Stuðmanna þar sem segir í textanum: "Vill einhver elska 49 ára gamlan mann sem safnar þjóðbúningadúkkum og á íbúð og bíl." Þar er svolítil ádeila á aldurinn og víst er að 55 ára gömul kona á ekki eins létt með að fá atvinnu og yngra fólk. Æskudýrkun er ríkjandi á atvinnumarkaðnum - jafnvel þótt flestir viti að eldri einstaklingar eru ekki eins oft frá vinnu og þeir sem enn eru á barneignaraldri og þurfa að vera frá vegna fæðingarorlofs eða veikinda barna. Mín börn eru uppkomin, ég á hús og bíl og karl en ég safna ekki þjóðbúningadúkkum.
En ég æðrast ekki. Þetta kemur allt.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En ég á þjóðbúningadúkkur ef þig vantar svona meðan ástandið varir
(IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.