Samúðarkveðjur suður með sjó.

Ég táraðist þegar ég frétti af þessu hræðilega slysi og hugsaði með mér, eins og ég geri alltaf þegar banaslys verður í umferðinni: "Ætlar þetta aldrei að enda?" Árlega hef ég komið í Fjölbrautarskóla Suðurnesja með umferðarslysaforvarnir og alltaf er jafn yndislegt að hitta nemendur og kennara skólans. Ég get því rétt ímyndað mér þá miklu sorg sem þar ríkir núna. Hugur minn er hjá aðstandendum, vinum og skólafélögum þessara tveggja stúlkna sem létust í kjölfar slyssins og ekki síður hjá þeim sem eftir lifa úr þessu slysi.

Ljós logar á mínu heimili til minningar um þessar tvær efnilegu stúlkur og ég bið ykkur öll að minnast þeirra með því að reyna eftir öllum leiðum að koma í veg fyrir umferðarslys. Ég sendi samúðarkveðjur til allra Suðurnesjamanna en því miður hefur þetta svæði orðið illa úti hvað varðar alvarleg umferðarslys undanfarin ár.


mbl.is Létust í bílslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 37460

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband