Færsluflokkur: Dægurmál
17.6.2007 | 13:39
Hvað eru mörg svona tilfelli sem enginn veit um?
Dottaði undir stýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2007 | 13:29
Prósendur af umferðarlagasektum í forvarnasjóð?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
17.6.2007 | 11:07
Krossa fingur það sem eftir lifir helgarinnar.
Tóku fram úr sjúkrabíl í forgangsakstri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.6.2007 | 09:20
Banaslysin ein endurspegla ekki ástandið í umferðarmálum.
Ég er ekki hissa á að fjölgun mænuskaddaðra eftir umferðarslys, eins og fram kemur í fréttinni. Afleiðingar umferðarslysanna eru oft huldar almenningi og því fæstir aðrir en þeir sem eiga um sárt að binda sem vita nákvæmlega söguna að baki slyssins. Nú eru aðeins 2 látir í umferðarslysum á þessu ári og er sú tala langt undir meðaltali. Sú tala segir okkur þó alls ekki alla söguna því mjög margir liggja örkumla eftir umferðarslys. Alvarlega slasaðir eru mjög margir hér á landi. Ég hef lengi haldið því fram að við Íslendingar höfum yfir að ráða færustu læknum í heimi sem tekst oft að bjarga fólki frá dauða eftir umferðarslys. Þá er lögreglan og sjúkralið fljótara á slysstað hér á landi en þar sem fjarlægðir eru meiri en hvorutveggja skiptir afar miklu máli. M.o.o: Slysin er ekki færri hér á landi, þótt banaslysin sé e.t.v. svipuð og í öðrum löndum, en alvarlega slasaðir eru án efa fleiri hér á landi en annars staðar.
Í lok þessa mánaðar verður haldin alþjóðleg ráðstefna um mænuskaða sem skipulögð er m.a. af Sigrúnu Knútsdóttur yfirsjúkraþjálfara á Grensásdeildinni en hún er okkar helsti sérfræðingur í endurhæfingu mænuskaddaðra. Sjálf er ég búin að skrá mig á ráðstefnuna og ætla m.a. að kynna mér helstu orsakir mænuskaða í umferðinni með það í huga að nýta mér þekkinguna til þess að uppfræða ungt fólk um þau mál.
Fátt er skelfilegra fyrir ungt fólk en að mænuskaddast á unga aldri og þurfa í framhaldinu að verja ævinni í hjólastól.
Nú eru bíladagar á Akureyri og þá hugsa ég með skelfingu til allra þeirra ungmenna sem verða á ferðinni á þjóðvegum í nánd við Akureyri. Ég hugsa meðal annars til Bergþóru og Erlu, mæðra ungur drengjanna sem létust í Öxnadalnum fyrir réttum tveimur árum á leið til Akureyrar. Hugur minn er hjá þeim og ástvinum þeirra. Nú eru helstu ferðahelgar sumarsins framundan og ég bið og vona að allir komi heilir heim eftir sumarið.
Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
15.6.2007 | 15:27
"Guð láti gott á vita"
Ég vona svo sannarlega að Sniglarnir, allir sem einn, taki þessa yfirlýsingu alvarlega. Eina leiðin til þess að sporna við ofsaakstri innan bifhjólasamtaka, hverju nafni sem þau nefnast, er sú að félagsmenn veiti hver öðrum aðhald og líði ekki hvers konar hraðakstur og annan glæfralegan akstur. Innra aðhald er besta leiðin og skylda hvers og eins að hafa sterkar skoðanir á slíku og láta þær heyrast þegar og ef menn gerast brotlegir.
Sniglarnir fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2007 | 13:38
Dómur vegna ofsaaksturs hefur fallið sem byggður er á hegningarlögunum!
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, rakst á umfjöllun mína um ofsaakstur og hegningarlagabrot hér á blogginu. Hann benti mér réttilega á að ríkissaksóknari hafi fallist á að gefa út ákæru fyrir brot á hegningarlögum fyrir ofsaakstur, eins og hann taldi forsendu til að gera. Ríkissaksóknari fól embættinu jafnframt að fylgja málinu eftir og maðurinn var fyrir réttum mánuði dæmdur fyrir hegningarlagabrot og umferðarlagabrot vegna ofsaaksturs, sjá dóminn hér:
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S200700611&Domur=2&type=1&Serial=1
Þetta mál vakti hins vegar ekki mikla athygli í fjölmiðlum, en þó var frá því greint í einu dagblaði eða tveimur. Þetta er auðvitað afarmikilvæg stefnubreyting af hálfu ákæruvaldsins og undirstrikar vel hversu alvarlegum augum lögreglan lítur þessi mál.
Þótt ég þykist fylgjast vel með umferðaröryggismálum, fór þetta fram hjá mér. Ég er auvitað mjög ánægð með þess stefnubreytingu og vona að þetta sé aðeins byrjun Stefáns Eiríkssonar á því sem koma skal; þ.e. að taka hart á brotum sem þessum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.6.2007 | 11:29
500 hestafla ofurkraftur - til hvers?
Til hver í ósköpunum er Brimborg að flytja inn 500 hestafla ofurkraftmikinn bíl ef jafnvel starfsmennirnir geta ekki ekið honum af ábyrgð? Í tilkynningu frá Brimborg kemur fram að bílinn sé fluttur inn til þess að vekja athygli á þeirri ábyrgð sem fylgir því að aka kraftmiklum bílum. Maður veltir því fyrir sér hvað gerist þegar menn, sem haldnir eru hraðafíkn, komast undir stýri á svona ökutæki, sem að mínu viti á ekkert erindi á íslenska þjóvegi. Ég geri ekki ráð fyrir að kaupendur Ford GT 500 hestafla sportbíls kaupi hann til þess að aka nota hann sem samgöngutæki. Það er löngu þekkt staðreynd að þeir sem kaupa sér kraftmikla bíla nota kraftinn líka við hraðakstur. Brimborg ætti heldur að eyða meira púðri í að vekja athygli á öruggustu bílum sem völ er á í heiminum; Volvo, og selja hann út á öryggið fyrst og fremst. Þegar bílar eru auglýstir í fjölmiðlum er oftast gert út á snerpu, kraft, flottheit, hraða og spennu. Sjaldan hafa bílainnflytjendur gert út á öryggi sem söluhvetjandi þátt.
Missti stjórn á 500 hestafla ofursportbíl sem endaði á umferðarskilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
15.6.2007 | 08:35
Ég tek ofan fyrir Ólafi Helga.
Enn og aftur tekur Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður í Árnessýslu, af skarið og talar tæpitungulaust um aðgerðir til bættrar umferðarmenningar. Fyrir skömmu lýsti hann þeirri skoðun sinni að óverjandi væri að fela börnum akstur vélknúinna ökutækja og átti þar við að 17 ára ökumenn eru ennþá börn í skilningi laganna. Hann vill, eins og ég og fleiri, hækka ökuleyfisaldurinn í 18 ár og rökstyður það með því að mikill þroskamunur sé á 17 og 18 ára ungmennum. Nú gengur hinn skeleggi sýslumaður fram fyrir skjöldu og lýsir því yfir að hann ætli að láta reyna á nýtt ákvæði umferðarlaga sem heimilar haldlagningu ökutækis vegna alvarlegra ofsaaksturstilfella. Eftir því sem ég kemst næst ætlar hann að láta reyna á þetta ákvæði varðandi mennina sem óku á ofsahraða í Þingvallaþjóðgarðinum. Við, sem viljum koma böndum á ofsaakstursmenn og konur fögnum þessu framtaki Ólafs Helga og skorum á dómsyfirvöld að taka boltann á lofti frá Ólafi og dæma ökutækin af þessu ógæfufólki, öðrum til viðvörunar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 21:36
Virðingarverð yfirlýsing
Bifhjólasamtök fordæma háskaakstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.6.2007 | 21:10
Ofsaakstur á að vera hegningarlagabrot.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar