Færsluflokkur: Dægurmál
24.6.2007 | 22:07
Nú erum við öll samherjar. Göngum saman til góðs.
Á þriðjudaginn standa hjúkrunarfræðingar fyrir göngu gegn umferðarslysum í Reykjavík og á Akureyri. Nú er lag fyrir alla landsmenn að sýna samstöðu í verki og ganga til góðs, gegn hörmungum umferðarslysanna. Líklega þekkja fæstir afleiðingar umferðarslysa betur en hjúkrunarfræðingar. Þeir fá fórnarlömb umferðarslysanna inn á slysadeildirnar og þurfa ekki einungis að takast á við mjög alvarleg slys - heldur kemur einnig í þeirra hlut að sinna aðstandendum og hlúa að þeim.
Í starfi mínu í lögreglunni á árum áður stóð ég m.a. oft vaktir á slysadeild og fylgist þá með óeigingjörnu starfi þessa fólks. Ég hvet því sem flesta til þess að mæta í göngu hjúkrunarfræðinga.
Það er nú einu sinni þannig að öll óskum við þess heitast að ástvinir okkar komist heilir á leiðarenda í umgerðinni. Þar gildir einu hver staða okkar er í samfélaginu og hvaða farartæki við notum. Þegar allt kemur til alls - erum við öll samherjar í þeirri viðleitni okkar að sporna við umferðarslysum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 09:33
Virðingarverð ganga.
Minnast þeirra sem hafa látist í umferðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 08:56
Þyrlulöggæsla í baráttunni við ökuníðinga.
Mikið hefur verið rætt um leiðir til að sporna við hvers konar hraðakstri og leiðir til að stöðva ökuníðinga. Lögreglan hefur átt í erfiðleikum með að stöðva mjög hraðseið ökutæki og þá einkanlega kraftmikil vélhjól. Árið 1993-1994 var gerð afar athyglisverð tilraun þar sem Gró, þyrla Landhelgisgæslunnar, var notuð til eftirlits. Árangurinn var umtalsverður. Á þeim tíma voru mikil brögð af því að torfæruhjólum og vélsleðum væri ekið eftir göngustígum í úthverfum í Reykjavík og átti lögreglan erfitt með að uppræta þessi brot þar sem eftirför með venjulegum löggæslutækjum, reyndist erfið. Með þyrlunni var aftur á móti hægt að fylgja hjólinu eftir og sjá þannig hvert því var ekið, þ.e. heim að hvaða húsi. Daginn eftir var ökumaður hjólsins einfaldlega heimsóttur og hann eða foreldrar hans látnir sæta ábyrgð. Það er skemmst frá því að setja að akstur vélknúinna ökutækja á gang- og reiðstígum nánast lagðist af þann tíma sem þyrlan var sýnileg.
Þá gagnaðist þyrlulöggæsla afar vel við eftirlit með hraðakstri á þjóðvegum, sérstaklega Suður- og Vesturlandsvegi. Ofsaakstur var festur á myndband og um leið og ökutækinu var fylgt eftir. Lögreglumenn í þyrlunni voru í beinu sambandi við kollega sína á jörðu niðri og sátu fyrir ökuníðingunum og stöðvuðu aksturinn, án þess að ökumaður hefði minnsta grun um að með honum væri fylgst. Þannig varð hann aldrei var við eftirför og hafði því enga ástæðu til að stinga af á enn meiri hraða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Í Bretlandi eru gerðar út löggæsluþyrlur með mjög góðum árangri. Fyrrum her- og lögreglumenn stofnuðu með sér fyrirtækið PAS sem gerir út þyrlur sem leigðar eru út til lögregluembætta um allt Bretland. Í áhöfn þyrlunnar eru auk lögreglumanna, læknir og búnaður til þess að sinna bráðaútköllum.
Eftir þetta eina ár var mikill áhugi meðal lögreglumanna að fá áframhaldandi afnot af þyrlu Landhelgisgæslunnar en áframhald varð ekki á þessu samstarfi. Lögreglumennirnir sem sinntu eftirlitinu rituðu skýrslu um þetta verkefni þar sem fram kemur ótvíræður árangur í baráttunni við ofsaakstur og aðra óáran í umferðinni. Þá tóku þeir upp á myndband ýmis tilfelli af lögbrotum sem tókst að uppræta, m.a. svívirðilegan ofsaakstur á Hellisheiðinni um verslunarmannahelgi þar sem ökuníðingur stofnar lífi og limum fjölda manns í hættu. Þann ógæfusama ökumann tókst að stöðva áður en hann olli slysi.
Ég er sannfærð um að þyrlulöggæsla myndi draga verulega úr ofsaakstri, akstri ölvaðra ökumanna á hálendinu og glæfraakstri á göngu- og reiðstígum. Oft hefur verið þörf - en nú er nauðsyn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 10:05
"Sniglar" og sniglar með hús á bakinu.
Það eru ótrúlegustu hlutir sem geta valdið misskilningi og rangtúlkun. VÍS hefur látið framleiða útvarpasuglýsingar um forvarnamál. Ein þeirra fjallar um eftirvagna og varnaðarorð til þeirra sem draga hjólhýsi, fellihýsi og aðra vagna. Margir hafa haft samband við mig og markaðsdeild VÍS vegna þess að þeir telja sig finna e.k. gagnrýni á Sniglana í texta auglýsingarinnar. Líklega eru vélhjólamenn ofurviðkvæmir þessa dagana vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað um meintan hraðakstur þeirra og er það e.t.v. ástæðan. Varla þarf að taka fram að auglýsingum VÍS er sannarlega EKKI beint gegn Sniglunum eins og sjá má af þeim textanum í auglýsingunni, sem birtist hér orðrétt:
Atferli mannsins er margslungið. Sumir vilja vera einsog snigillinn, og hafa með sér hús á ferðalögum. Þessir einstaklingar festa þung hjólhýsi eða tjaldvagna aftan í ökutæki sín og halda svo út á þjóðvegina. En ólíkt sniglinum liggur þeim stundum svo mikið að þeir gleyma að þeir eru með lítil heimili í eftirdragi. Geta þeir stefnt lífi annarra einstaklinga í hættu, án þess að hafa hugmynd um það sjálfir.HIN SKYNI BORNA MANNESKJA KEYRIR VARLEGA MEÐ EFTIRVAGNAVÍS - þar sem tryggingar snúast um fólk
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.6.2007 | 08:24
Hvað borgar þú "svona" konu?
Þær eru vægast sagt ótrúlegar niðurstöður könnunar um launamisrétti kenna og þá einkanlega sú staðreynd, sem þar kemur fram, að konur ætli kynsystrum sínum lægri laun en körlum! Fyrir nokkru heyrði ég sögu af ungri konu, sem var nýútskrifaður lögfræðingur. Hún mætti í viðtal á virtri lögfræðistofu hér í borginni og var fyrst umsækjenda í viðtal við eiganda stofunnar, sem er karlmaður. Á meðan hún beið eftir viðtalinu var henni boðið sæti framan við skrifstofu lögmannsins, sem stýrði stofunni. Rifa var á hurðinni og heyrði stúlkan að maðurinn var að tala í símann. "Hvað borgar þú svona kvenlögfræðingi," heyrði hún manninn spyrja viðmælanda sinn í símann. Þessi unga kona gekk út. Hún fékk síðan gott starf annars staðar þar sem kvenfyrirlitning var ekki til staðar. Það var sem sagt ekki nóg með að hún bæri þann "annmarka" að vera kona - heldur var hún "svona kvenlögfræðingur." Ég vona að þetta sé einsdæmi en grunar samt að svo sé ekki.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2007 | 10:34
Stundum þarf svo lítið til.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2007 | 15:53
Ég ætla rétt að vona að þetta sé grín!
Vinkona mína, móðir ungs drengs sem lét lífið í umferðarslysi í Öxnadal árið 2005, hringdi til mín áðan og sagði mér frá einhvers konar samtökum sem ætla að bjóða uppá námskeið í því hvernig stinga beri lögregluna af! Ég ætla rétt að vona að þetta sé grín. Trúi því tæplega að mönnum geti verið alvara með þetta. Ef satt er, þyrftu þessir einstaklingar að fara í geðrannsókn. Hér kemur linkurinn á síðuna þeirra:
Mér þykir líklegt að þetta sé undarleg fyndni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað er fólk að hugsa sem svona hagar sér? Foreldri sem gerist sekt um að aka undir áhrifum áfengis með barn sitt ætti að sæta kæru til barnaverndaryfirvalda. Þegar ég las þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér tilfelli frá því ég var í umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík. Eina nóttina um kl. 04.00 mældum við ökumann á 120 km hraða á leið heim til sín í Grafarvog. Þegar hann var stöðvaður kom í ljós að hann var einnig undir áhrifum áfengis. Með honum í bílnum var eiginkona hans og 2 ára barn sem svaf, án þess að vera í öryggisbúnaði, í aftursætinu. Í ofanálag var barnið með háan hita, þ.e. fárveikt! Þetta reyndist vera "venjulegt fjölskyldufólk" sem var á leið heim af skemmtun en hafði sótt barnið sitt í pössun og var á leið heim. Ég man ég skrifaði öfluga lögregluskýrslu um málið og krafðist þess að málið yrði einnig sent til barnaverndaryfirvalda. Það var reyndar gert en maðurinn var einungis dæmdur fyrir ölvunarakstur en ekki brot á barnaverndarlögum, sem hefði verið eðlilegt. Ég reyndi að fá skýringar á ástæðunni en fátt var um svör. Ég hvet alla sem þetta lesa til þess að tilkynna til Neyðarlínu ef þeir verða varir við ölvunarakstur svo ekki sé talað um ef börn eru í bílnum. Ómálga börn eiga rétt á að njóta fyllsta öryggis og þeir foreldrar sem gerast brotlegir hvað þetta varðar, eiga skilyrðislaust að sæta ábyrgð.
Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.6.2007 | 08:54
Af helgarverkum.
Þótt umferðarmálin hefi verið fyrirferðarmikil í færslum mínum að undanförnu (og kemur ekki til af góðu) er þó margt jákvætt í gangi. Ég fór í Skorradalinn um helgina og átti þar góða daga í frábæru veðri. Lagði parket, gróðursetti og kom svo heim tímanlega til að mæta á landsleikinn í handbolta í Höllinni. Sú stund var ógleymanleg. Ég fór líka á Svíaleikinn á 17. júní í fyrra og stemmningin var meiri núna, þótt hún hafi verið mikil í fyrra. Ég þvoði líka bílinn minn sem ég hef trassað alltof lengi. Þá heimsótti ég aldraðan tengdaföður minn á Grund og tengdamóður mína í kirkjugarðinum í Grafarvogi. Nú taka við verkefni tengd umferðaröryggi í vinnunni. Spennandi verkefni sem vonandi vekur rækilega athygli á afleiðingum umferðarslysa og bjargar vonandi einhverjum mannslífum. Þá fer að styttast í fjögurra daga fjallgöngu á Hornströndum sem er tilhlökkunarefni eins og alltaf þegar ég geng á fjöll með vestfirskum vinum mínum.
Námsmaðurinn minn erlendis er í góðum málum; nú farinn að vinna sumarvinnu hjá Kaupmannahafnarborg og á því vonandi fyrir húsaleigunni næstu mánuði.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2007 | 22:29
Tekinn - og hvað svo?
Tekinn á 140 km hraða undir áhrifum fíkniefna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar