Færsluflokkur: Dægurmál
14.12.2007 | 15:37
Rokglóðarauga!
Ég varð fyrir því óláni í morgun að bílhurðin á Citroinum mínum slóst í hægra augað á mér með þeim afleiðingum að skurður opnaðist og glóðarauga er staðreynd. Þetta gerðist þegar ég var að koma vestfirsku hveitikökunum, sem rötuðu á jólahlaðborð tjónadeildar VÍS, fyrir í framsætinu á bílnum. Þegar ég ætlaði að koma mér endanlega fyrir undir stýri, fauk hurðin af miklu afli í hægra augað. Ég rauk inn og lagði kalda skeið á augað (húsráð frá ömmu minni) og þurrkaði blóðið af kinninni en hélt síðan með hveitikökurnar, vestfirsku með hangiketinu, í vinnuna. Mætti í vinnuna, veðurbarin með glóðarauga niður á kinn - en það spillti ekki jólagleðinni í deildinni minni. Nú geng ég um með sólgleraugu í fárviðrinu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.12.2007 | 09:32
Lognid i Oslo og Stokkholmi.
Mikid er gaman ad upplifa jólastemmninguna her i Oslo Stokkholmi. Vid Reynir Gudjonsson, samstafsamaður minn hja VIS erum i vinnuferd her ytra i logni og blidu. Mer finnst alltaf vera logn herna. Kannsi er that grodurinn sem hefur svona mikid ad segja. Nordmenn og Svidar eru tho ekki eins jolaljosagladir og vid heima a Islandi.
Sakna ekki beljandans heima a Froni thessa stundina. Hlakka sakt til ad koma heim og upplif adventuna sem hvergi er betri en i Hafnarfirdinum.
I gaer fylgdumst vid med heljarinnar dagskra i Saenska sjonvarpinu thar sem verid var ad afhenda Noblsverdlaunin. Eg var sist ad skilja af hverju svona margt folk var prudbuid ad taka leigubila og a hotelinu okkar voru nokkdir utlendingar i kjolfootum og sidkjolum ad gera sig klara i tvetta fina bod sem thar sem thusundir voru samankomnar. Madurinn i mottokunni a hotelinu sagdi okkur ad oldrud modir hans hefdi klaett sig upp i sitt finasta puss til thes eins ad hofa a herlegheitin, alla konganna og drottningarnar og fraega folkid. Dagskrargerdarfolkid var i sidkjolum og kjolfotum og mer syndist vera a.m.k. 10 manns sem kynnar a thessari vidamiklu utsendingu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.12.2007 | 23:31
Stolt af vinkonum mínum.
Gerður Kristný er vel að tilnefningu til íslensku bókmenntaverðlaunanna komin með ljóðabók sína, Höggstaður. Það kom mér reyndar ekki á óvart að Gerður hlyti góða dóma fyrir bók sína en það kom mér skemmtilega á óvart að hún skyldi verða tilnefnd til verðlaunanna. Hún á þá tilnefningu fyllilega skilið.
Á morgun fer ég til Svíþjóðar og Noregs í vinnuferð. Ég hlakka til að kynnast aðferðum kollega minna á hinum Norðurlöndunum í forvarnastarfi og fá að njóta jólastemmningarinnar í Stokkhólmi og Osló - en ég hlakka ekki síður til að koma heim aftur og njóta aðventunnar hér. Ég á enn eftir að skreyta húsið mitt í Hafnarfirðinum og setja Þingvallakirkjuna, sem bóndi minn smíðaði, í álfagarðinn minn í hrauninu í Norðurbænum.
Nú er ég búin að lesa bókina hans Hrafns Jökulssonar sem er einstakleg góð lesning; bæði hlý, húmorísk og einlæg - svo ekki sé talað um fræðslugildið því Hrafn leitar víða heimilda um líf og lífsbaráttu á Ströndum. Þá er ég búin að svíkja loforð, sem ég gaf sjálfri mér, um að geyma lestur á "Óreiðu á striga" eftir Kristínu Marju, þar til á jólunum sjálfum. Ég gat einfaldlega ekki beðið. Að vísu er ég enn ekki búin að lesa nema fjórðung sögunnar og er ekki svikin af þeim lestri. Sagan er tær snilld og ég er hreint alveg rasandi yfir því að bók Kristínar Marju skildi ekki vera tilnefnd til bókmenntaverðlaunanna. Ég verð því að vona að ég fái Sögur úr Síðunni, eftir Böðvar Guðmundsson, sem ég gæti hugsað mér að lesa á jólanótt.
Á föstudaginn átti ég frábæra stund með grunnskólabörnum í Vogum á Vatnsleysuströnd. Ég var beðin að um að koma í skólann með forvarnafræðslu um umferðarmál. Mér var launuð sú fræðsla með fallegum upplestri barnanna þar sem þau fjölluðu um aðventukransinn. Tvær fallegar stúlkur sungu síðan einn lag í lokin. Það var gaman að sjá öll börnin á sal saman og þau voru afar prúð og skóla sínum til sóma.
Mamma mín, vestfirska valkyrjan Guðmunda Helgadóttir, stendur nú í stórfelldum hveitikökubakstri fyrir afkomendur sína og hefur þegar fært mér minn skammmt. Hjá minni stóru fjölskyldu eru engin jól án þess að þetta góðgæti sé á borðum - helst með sauðahangiketi.
Í gær horfði ég á afar athyglisverðan þátt Ólínu Þorvarðardóttur, vinkonu minnar, Á ÍNN sjónvarpsstöðinni. Þar ræddu saman þrjár merkilegar konur um kvenfrelsismál á þann hátt sem ég hef ekki áður heyrt. Umræðan var málefnaleg og æsingalaus og var afar upplýsandi um málstað feminista, sem sætt hafa ómálefnalegrar gagnrýni að undanförnu. Þær stöllur, Ólína, Katrín og Sólveig voru afar skemmtilegar og fræðandi - þótt ekki væru þær fullkomlega sammála um allt. Kærar þakkir fyrir góðan þátt. ÍNN er að sækja mjög í sig veðrið og nú býður stöðin upp á marga áhugaverða þætti - enda ekkert nema fjölhæfar sjónvarpskonur sem stýra þar málum með aðra vinkonu mína, Maríönnu Friðjónsdóttur, í brúnni.
Hlakka til að fylgjast með ÍNN í framtíðinni. Það verður seint sagt að ég eigi ekki frábærar og fjölhæfar vinkonur - hvort sem þær eru ljóskáld, sjónvarpskonur (eða hvoru tveggja) eða í öðrum skapandi störfum. Mikið er ég stolt af þeim öllum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 08:14
Bleikt eða blátt?
Ég á tvo drengi en enga stúlku, þótt ég hafi auðvitað óskað þess að eignast bæði kynin. Þegar drengirnir mínir í móðurkviði hafði ekki tíðast sú venja að fá vitneskju fyrirfram um hvort kynið væri að ræða og þar af leiddi að ég keypti föt á börnin með hlutlausum lit, þ.e. gult eða grænt varð fyrir valinu. Ekki leiddi ég hugann að á hvern hátt litir gætu dregið börn í dilka fyrr en ég ákvað að klæða yngri drenginn minn í rautt á ákveðnum aldri. Það varð til þess að margir gerðu athugasemdir við litavalið og spurðu af hverju ég klæddi drenginn í rautt og bleikt. Aldrei hafði ég heyrt athugasemdir ef stúlka var klædd í blá föt.
Síðar á lífsleiðinni klæddust drengirnir mínir bleikum skyrtum og enginn virtist gera athugsemd við það litaval.
Umræðan um strákastörf, strákaliti, kvennastörf og kvennaliti, er síst til þess fallin að auka jafnrétti á Íslandi. Og víst ennþá stutt í fordómana þegar ungir karlmenn velja sér störf þar sem konur hafa verið fjölmennari hingað til, t.d. starf leikskólakennarans, hjúkrunarfræðingsins, flugþjónsins, snyrtifræðingsins o.s.fr. Þessir karlmenn eru oft litnir hornauga og margir álíta sem svo að þeir hljóti að vera samkynhneigðir.
Ef kona velur sér hefðbundið karlastarf, eins og að aka vörubíl, stunda löggæslustörf, slökkviliðsstörf eða ef hún lærir til smiðs eða vélvirkja, þykir hún aftur á móti töff og hörð af sér og hún fær aðdáun allra.
Blá eða bleik föt á börn skipta ekki neinu máli. Það skiptir aftur á móti máli að bæði kynin veljist jafnt í öll störf, hvort sem þau hafa verið nánast einokuð af öðru hvoru kyninu hingað til. Þannig tel ég víst að jafnréttið náist.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 13:23
Ótrúlega góður og flottur viðmælandi.
Aldur er afstætt hugtak. Því áttaði ég mig á þegar ég hitti Pál Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóra, í gær þegar við áttum gott samtal í hljóðveri númer 5 hjá Ríkisútvarpinu vegna þáttarins Dr. RUV sem sendur verður út í dag, fimmtudag kl. 15.30. Ég hef áður tekið viðtal við Pál í útvarp og vissi sem var að hann er einstakur viðmælandi; fluggáfaður, heillandi og mælskur. Ekki gat ég með nokkru móti áttað mig á aldri Páls og varð því furðu lostin þegar ég fékk að vita að þessi höfðingi væri hálfníræður!
Aldur er vinnulega afstætt hugtak. Það sannar Páll Bergþórsson. Í þættinum ræðum við áhrif veðurfars á fólk og á hvern hátt veðrið og náttúruöflin hafa áhrif á líf og lífsmynstur okkar Íslendinga. Páll er heill hafsjór af fróðleik og ég líklega allra Íslenginga fróðastur um veðurfræði.
Það er afskaplega ánægjulegt að eiga orðastað við gáfað fólk og mælskt eins og Pál. Þeirra forréttinda hef ég notið í fjölmiðlastússi mínu í gegnum árin en slíkt fólk er sérstaklega mikilvægt í ljósvakamiðlunum þar sem ekki er hægt að lagfæra eins og í blaðaviðtölum.
Í haust talaði ég einnig við annan mælskan og fjölfróðan höfðingja, Gísla Má Gíslason, líffræðing og háskólakennara um skordýr og fl. í litla þættinum mínum, Dr. RUV.
Nú eru jólin að koma og þvælingur minn um landið á enda í bili. Ég er orðin vegmóð af boðun "fagnaðarerindis" umferðarinnar sem aldrei hefur reynt eins mikið á mig og það sem af er vetri. Það er því kærkomið að fá að leggjast í bækur, enda fátt betra til að hvíla hugann og góð bók.
Um miðjan desember þarf ég enn að leggjast í ferðalög þegar ég held til Svíaríkis og Noregs í þeim erindum að funda og fræðast um slysavarnir. Það tekur fljótt af, eða aðeins fjóra daga, og eftir það ætla ég að baka vestfirskar hveitikökur, sem er reyndar það eina sem ég kann að baka, og njóta aðventunnar með bókunum mínum og hveitikökunum.
Og hana nú!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2007 | 13:16
Er búin að missa mig í bókarkaup!
Er hægt að vera bókafíkill? Ef svo er, kemst ég líklega næst því að vera slíkur. Ég hef keypt mér einar 11 bækur undanfarnar vikur og lesið þær næstum allar. Núna var ég að ljúka við að lesa "Þar sem vegurinn endar" eftir Hrafn Jökulsson. Frábær bók, manneskjuleg, fyndin, vel skrifuð og fróðleg. Ef eitthvað er út á hana að setja er það ef til vill að hún hefði mátt vera lengri og Hrafn hefði mátt eyða meira púðri í frásagnir af eigin lífsreynslu.
Ég er komin hálfa leið inn í Bíbí, eftir Vigdísi Grímsdóttur og er gjörsamlega heilluð. Vigdís er frábær höfundur og hefur einstakt lag á að búa til myndrænar lýsingar á andrúmslofti liðins tíma. Ég hefði persónulega ekki mikinn áhuga á Bíbí sem manneskju til að lesa um - en Vigdís hefur einstakt lag á að glæða frásögnina lífi og þótt Bíbí sé allra góðra gjalda verð og án efa efni í heila bók - er mér næst að halda að Vigdís geti skrifað ævisögu hvers sem er og gert hana eftirminnilega.
Ég á eftir að lesa "Óreiðu á striga" eftir Kristínu Marju og ætla að geyma mér hana til jóla. Nú er ég búin að setja stefnuna á Sögur úr Síðunni (held hún heiti það) eftir Böðvar Guðmundsson. Genginn vinur minn úr lögreglunni, Björn Jónsson hagyrðingur og bókamaður, frá Haukagili í Hvítársíðu, sagði mér svo margar skemmtilegar sögur úr sveitinni sinni. Þess gegna hlakka ég til að lesa þessa bók - enda er faðir Böðvars, Guðmundur Böðvarsson, eitt af mínum uppáhaldsskáldum.
Það skal tekið fram að ég tel aðeins aðra hverja bók fram á heimilinu; þykist hafa fengið hinar lánaðar!!! Það er bara svo miklu skemmtilegra að lesa bækur sem maður á sjálfur.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
23.11.2007 | 16:16
Ef ég væri kennari...
...myndi ég velja mér framhaldsskóla til að kenna í. Ungmenni, á aldrinum 16-20 ára, eru óendanlega frjó og skemmtileg, lifandi og spennandi. Ég er svo lánsöm að vera "gestakennari" í framhaldsskólum landsins og nýt nánast daglega samvista við þetta frábæra fólk.
Ég er haldin smá tölvufælni og hef ótrúlegt lag á að klúðra fartölvunni minni þegar mest á reynir, þ.e. þegar ég ætla að fara að sýna mitt frábæra efni í lífsleiknitímum. Þá bregst það ekki að upp sprettur vaskur hópur nemenda sem bjarga málunum. Hinir ungu nemendur "mínir" hafa ekki sjaldan bjargað mér á ögurstundu - enda kunna þau tungumál tölvuna betur en flestir aðrir.
Ég var að koma út Fjölbrautarskóla Garðabæjar þar sem ég var með forvarnafræðslu fyrir tvo hópa. Nemendur voru orðnir þreyttir eftir vikuna en tóku á móti mér af ljúfmennsku og fylgdust spennt með efninu. Þau spurðu skynsamlegra spurninga og sýndu kurteisi og háttvísi í hvívetna.
Nú er forvarnaátak í gangi þar sem foreldrar eru hvattir til að verja meiri tíma með börnum sínum - enda hefur komið í ljós í könnunum að það vilja börnin helst af öllu; vera með mömmu og pabba. Ég hvet foreldra til að missa ekki af þessum frábæru árum með börnum sínum og njóta þess að upplifa þessi merkilegu ár í lífi þeirra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2007 | 11:15
Hurðu! Hver er fleirtalan af "stjarna" og "króna?"
Mikið óskaplega fer í taugarnar á mér þegar sumt fólk byrjar hverja setningu á orðinu "heyrðu" sem oftar en ekki hljómar eins og "hurðu". Þegar spurningu er beint að manneskjunni, byrjar hún svarið á þessu orði.
Spurning: "Hvernig ætlar þú að verja helginni?" Svar: "Hurðu, ég ætla að bara að vera heima."
Spurning: "Hvaðan hringir þú af landinu?" Svar: "Hurðu, ég er á Akureyri."
Ég heyri þetta aðallega í útvarpsviðtölum og þá sérstaklega símaviðtölum.
Þá má ég til með að nefna málvillu sem ég heyri og sé iðulega í auglýsingum. Hún tengist stjörnugjöf hótela og afslætti af eldsneyti á tiltekinni bensínstöð. Sagt er: "Tveggja krónu afsláttur af bensínlítranum." Einnig: "Þriggja stjörnu hótel."
Hvernig eru orðin stjarna og króna í fleirtölu? Það þarf varla skarpan einstakling til að sjá að fleirtalan af krónu er krónur og fleirtalan af stjörnu er stjörnur. Það ætti því auðvitað að segja "tveggja króna afsláttur og þriggja stjarna hótel."
Út með "hurðu" og inn með " tveggja króna" og "þriggja stjarna."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 21:43
Frábær árangur lögreglunnar.
Ökuhraði hefur minnkað umtalsvert | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 11:19
Bækur, aðventan og ömmubarn á leiðinni.
Ég get ekki orða bundist eftir að hafa lesið nýjustu skáldsögu Einars Más, Rimlar hugans. Bókin er tær snilld. Sögð er saga tveggja fíkniefnaneytenda sem tvinnast saman við persónulega sögu skáldsins, af baráttu hans við Bakkus. Sagan kemur á óvart. Hún er ólík öðrum skáldsögum Einars en að sumu leyti fann ég sömu mannlegu hlýjuna og er svo einkennandi í Englum alheimsins - svo ekki sé talað um kímnina sem lesa má út úr annars alvarlegu umfjöllunarefni. Einar fellur aldrei í þá gryfju að setja sig í predikunarstellingar, eins og svo algegnt er þegar þurrir alkar segja frá. Hann gerir nett grín af sjálfum sér en undirliggjandi er alvarleiki málsins. Ég var heilluð af Rimlum hugans.
Ég ætla að spara það að lesa nýju bókina hennar Kristínar Marju því ég ætla að geyma mér hana til jólanna. Ég hef lengi beðið eftir framhaldi af bókinni "Karítas án titils" og nú er hún komin og það er sannarlega tilhlökkunarefni að lesa hana á jólanótt - því þetta er bókin sem ég hef til lestrar yfir jólin.
Mig langar einnig til að eignast bókina hans Hrafns Jökulssonar og hugsa mér gott til glóðarinnar að lesa hana á aðventunni. Mér er sagt að þar fari snilldarverk - enda hef ég alltaf verið hrifin af stílbrögðum Hrafns og þá ekki síst ljóðum hans.
Gerður Kristný, skáldavinkona mín, mælir með Bíbí, bók Vigdísar Grímsdóttur, og ég hef ekki enn orðið fyrir vonbrigðum með bækur sem mín ágæta vinkona hefur mælt með. Bíbí skal því á náttborðið mitt líka um þessi jól.
Ég hlakka til aðventunnar. Þá huga ég að jólaljósunum og baka vestfirskar flatkökur með móður minni; hinar einu sönnu hveitikökur sem eru ómissandi þáttur í jólahaldi okkar Vestfirðinga. Aðventan er líka tími tónleika og lestrar þjóðlegs fróðleiks en ég tek alltaf fram bók Ólínu Þorvarðardóttur, Álfar og tröll, á þessum árstíma.
Annar að baki utan þess sem ég þarf að bregða mér til Noregs og Svíþjóðar í atvinnuerindum um miðjan desember. Aldrei að vita nema ég kaupi eitthvað fallegt á verðandi ömmubarnið mitt, sem ég bíð spennt eftir. Það verður gaman að upplifa ömmustemmninguna í maí á næsta ári. Get varla beðið - enda tæplega 16 ár liðin frá því tvíburarnir fæddust. Þá hafði ég ekkert vit á ömmuhlutverkinu - en nú er ég tilbúin og hlakka mikið til. Liturinn á barnafötunum verður þó að vera hlutlaus, þótt mig langi óneitanlega að eignast lítinn ömmustrák......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar