Lára Hanna frábær talsmaður almennings.

Mikið óskaplega var ég stolt af vinkonu minni, Láru Hönnu Einarsdóttur, sem koma fram í Silfri Egils í dag. Málflutningur hennar kom mér svosem ekkert á óvart; ég hef lengi vitað hversu mælsk hún er og málefnaleg. Lára Hanna hefur barist óeigingjarnri baráttu gegn hvers konar landsspjöllum vegna virkjanaframkvæmda og fært góð rök fyrir máli sínu; rök sem allir skilja. Hún hefur verið n.k. málsvari náttúrunnar og lætur einskis ófreistað við að berjast gegn hvers konar spillingu og græðgi.

Nú hefur Lára Hanna tekið upp málstað almennings sem krefst þess þeir sem bera ábyrgð á því hvernig komið er fyrir almenningi, axli ábyrgð. Í þættinum benti hún á þá augljósu staðreynd að meirihluti almennings vill að bankastjórar Seðlabankans og stjórn bankans víki vegna afglapa í stjórn bankans; afglapa sem bitna nú hart á landi og þjóð.

Lára Hanna Einarsdóttir sagði í hnotskurn það sem ég tel að meirihluti almennings sé henni sammála um.

Ég dáist að vinkonu minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Já, Lára Hanna stóð sig vel í Silfrinu.

Annars er ég með eina tillögu: Hún er sú að allir bloggarar landsins sameinist í einni kröfu sem verði aukasetning í öllum fyrirsögnum þeirra á blogginu, og þeirra lokaorð - hvert svo sem efni bloggfærslnanna er að öðru leyti: Burt með spillingarliðið!

Þannig að þegarr ráðamenn þjóðarinnar, fjölmiðlafólk og aðrir, koma inn á moggabloggið, visi.is eða önnur bloggsvæði, þá blasir krafan við þeim hvert sem litið er. Þetta ætla ég að minnsta kosti að gera - hef gert þetta nú í þrjá daga (sjá hér) og ætla að halda því áfram.

Vona að fleir taki undir með mér.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.11.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er rétt hjá ykkur. Ég tek undir með Ólínu og ætla að setja þetta inn á bloggið mitt ekki seinna en strax.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:44

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Bráðsnjöll hugmynd hjá henni Ólínu, þetta ætla ég að setja inn hjá mér. - Kær kveðja til þín Ragnheiður

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 37525

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband