Ferfættar hetjur.

Á morgun verður sendur út þáttur þar sem Björgunarhundaveit Íslands kemur við sögu. Ég var svo heppin að fá að fylgjast með æfingu björgunarsveitarinnar sem fór fram á Suðurlandi í september og nýtti tækifærið og vann útvarpsþátt fyrir Dr. RUV í leiðinni sem sendur verður út á morgun, fimmtudaginn 11. október kl. 15.30.

Það er skemmst frá því að segja að ég var gjörsamlega uppnumin af því sem ég sá og upplifði á þessari æfingu. Þarna var samankominn fjöldi einstaklinga með hunda sína sem allir eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á hundum og eru auk þess tilbúnir að leggja á sig mikla fyrirhöfn og óeigingjarnt sjálfboðastarf í þágu almennings.

Viðmælendur mínir, sem flestir komu frá Vestfjörðum, eiga allir hunda sem þeir þjálfa til leitar- og björgunarstarfa. Þessir hundar eru þjálfaðir til þess að leita að týndu fólki á víðavangi og þegar það verður undir snjóflóði. Á æfingunni varð ég vitni að því hvernig hundarnir starfa og hvað þeir eru ótrúlega næmir og lyktarskyn þeirra háþróað.  Það var hreint með ólíkindum hvað hundarnir voru naskir að finna "fígúrantana" sem svo eru kallaðir en það er fólkið sem leikur "hinn týnda".

Varla þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þessara ferfættu hetja og er nærtækast að minnast snjóflóðanna á Vestfjörðum þar sem hundarnir skiptu sköpum og björguðu mannslífum. Eftir að hafa rætt við fólkið sem leggur á sig þetta mikilvæga sjálfboðastarf með hunda sína, áttaði ég mig á að oftar en ekki hafa hundar frá Björgunarhundasveit Íslands fundið fólk sem saknað er - án þess að þess sé sérstaklega getið í fjölmiðlum að þar hafi hundurinn skipt sköpum.  Auðvitað gerir hundurinn ekkert án eiganda síns og þjálfara - en það ætti skilyrðislaust að fjalla sérstaklega um þátt þessara ferfættu vina okkar sem standa sig svo ótrúlega vel á ögurstundu. Ég bendi þeim sem vilja kynna sér Björgunarhundasveit Íslands á að leggja við hlusir á morgun á Rás eitt klukkan 15.30 og líta á vefinn www.bhsi.is

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Ég hlakka til að hlusta - enda fáum betur lagið að koma efni áheyrilega til skila í útvarpi en þér, Ragnheiður mín

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.10.2007 kl. 16:04

2 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Já, Ranka mín; hundar eru öllum skepnum skemmtilegri. Gott að þú skulir hafa áttað þig á hve merkilegir þeir eru. Ekki hefur mér tekist undanfarin níu ár að sýna þér fram á það. Ja, mikill er máttur Vestfirðinga.

es. er með got frá Freyju; myndir inn á www.sifjar.is

Forvitna blaðakonan, 12.10.2007 kl. 06:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 37579

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband