"Konur" innilega óspennandi.

Ég hef alltaf keypt mér nokkrar bækur fyrir jólin; svona e.k. jólagjöf til sjálfrar mín. Í ár var úr vöndu að ráða enda leyfðu efnin ekki kaup á öllum þeim bókum sem mig langaði að lesa. Ég ákvað að kaupa mér "Fluga á vegg" eftir Ólaf Hauk og "Konur" eftir Steinar Braga. Ég var að ljúka við að lesa Konur og varð satt að segja fyrir miklum vonbrigðum. Bókin stendur að mínu mati engan veginn undir þeim væntingum sem ég gerði til hennar - enda hafði hún fengið góða dóma hjá flestum. Ef til vill er mér farið að förlast í mati mínu á fagurbókmenntum en þessi saga fannst mér beinlínis leiðinleg, ruglingsleg og söguþráðurinn lítt spennandi. Ég hreinlega skildi ekki samhengið í henni. Persónur eru lítt skilgreindar og margar fremur þunnar auk þess sem vonlaust er að fá samúð með aðalpersónu sögunnar. Stíllinn er uppskrúfaður og nánast hver einasti kafli byrjar á því þegar söguhetja bókarinnar er að vakna upp, timbruð, eftir ævintýri næturinnar sem eru oft og tíðum á mörkum þess að hægt sé að vita hvort um raunveruleika að drauma sé að ræða. Ég neyddi mig í gegnum bókina; var alltaf að vona að hún lagaðist. Svo var ekki. Ég var fegin þegar hún var búin og sá eftir aurunum sem ég eyddi í hana.

Ég er að lesa Fluguna á veggnum eftir ÓHS og vona að hún veiti mér meiri gleði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Gísladóttir

Þetta er eins og að spila í lotteríi
Hafðu það gott kæra vinkona

Anna Gísladóttir, 28.12.2008 kl. 14:38

2 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Bestu jóla og nýárs kveðjur til þín og þinna gamla vinkona og hafðu það sem allra best

Agnes Ólöf Thorarensen, 2.1.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband