1.7.2008 | 21:44
Mikið er ég lánsöm.
Ég er svoooo lánsöm að eiga alla mína heila á húfi. Á því átta ég mig æ betur eftir því sem ég fæ oftar fréttir af hremmingum annars fólks. Um daginn tók ég viðtöl við nokkrar konur sem allar höfðu greinst með krabbamein. Svo er ég að upplifa umferðarslysin í gegnum vinnuna mína og þakka alltaf Guði fyrir að ég, eða mínir, sleppum blessunarlega við þær hörmungar. Það er löngu alkunn staðreynd að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.
Ég get varla slitið mig frá litla Sindra Arnari sem nú er orðinn 2 mánaða og farinn að setja "agú" og brosa til ömmu sinnar. Drengurinn er hreint guðdómlegur og amman er að missa sig af hamingju. Ég á reyndar erfitt með að koma ekki við hjá honum daglega og er alltaf að finna mér einhverja ástæðu til að "droppa inn" í Skógarhlíðinni.
Ég var líka svo lánsöm að eignast annað barnabarn á síðasta ári þegar ég fékk nýja tengdadóttur, Báru, og með henni Tóbías, sex ára gutta sem er yndislegur og skemmtilegur strákur sem á að byrja í skóla í haust. Hér sjáið þið mynd af okkur þremur, mér Báru og Tóbíasi. Myndin er tekin þegar Sindri fékk nafnið sitt.
Á morgun ætla ég að skjótast á landsmótið og skoða graðhest sem sýndur verður í fyrramálið en hann mun vera faðir hests sem ég er að spá í. Alltaf gaman að sjá fallega hesta og skemmtilega knapa.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Ragnheiður til hamingju með fallega snáðann þinn hann Sindra Arnar, og flotta ömmustrákinn þinn hann Tóbías sá er líka aldeilis fallegur. - Góða ferð á Landsmótið það er alltaf gaman að kíkja á fallega hesta og flotta knapa. - Ég fæ alltaf gamalkunnan fiðring þegar ég les og horfi á myndir af Landsmótum hestamanna. - Svo ég skil þig vel. - Og ég skil líka vel hugleiðingu þína um að koma heil heim. - Ég sá því miður ekki útsendinguna á þættinum, ég átti þess ekki kost. - En ég fæ vonandi að sjá og heyra allt um það síðar. Kær kveðja Lilja.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.7.2008 kl. 01:54
Til hamingju Ragnheiður mín, þetta er mikil auðlegð.
Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.