Ótrúlegir vegir sem Vestfirðingum er boðið uppá.

Það hreint með ólíkindum hvað Vestfirðingum á sunnanverðum Vestfjörðum er boðið uppá í samgöngumálum. Ég fór í fundaferð á Patreksfjörð og pantaði mér flug á Tálknafjörð. Flugvélin sem ég átti að fara með bilaði og því varð ég að aka báðar leiðir þar sem ég varð að vera komin vestur á tilteknum tíma. Vegirnir á Barðaströndinni eru skelfilegir. Mér er til efs að útlendingar teldu sig vera á þjóðvegi, miðað við ástand þeirra. Stóran hluta leiðarinnar er ekkert símasamband sem hlýtur að teljast mikið óöryggi fyrir vegfarendur. Til marks um það má geta þess að frá Bjarkarlundi og að Patreksfirði mætti ég aðeins þremur bílum. Ef eitthvað hefði komið uppá á þessum kafla, t.d. ef ég hefði velt bílnum, hefði engin leið verið fær til að láta vita af slysinu. Örfáir bæir í byggð eru á þessum slóðum og því síminn eina tækið sem gæti komið að gagni. Leiðin norður til Ísafjarðar frá Patreksfirði er að öllu jöfnu ófær yfir vetrartímann og því eiga Patreksfirðingar engan annan kost en að fara til Reykjavíkur ef þeir þurfa á þjónustu að halda sem ekki er veitt á staðnum. Þá er stundum skondið að heyra fréttir frá Umferðarstofu eða Vegagerðinni þar sem sat er að allir vegir á landinu séu færir þegar allt er ófært innan Vestfjarða. Það er eins og þessi landshluti sé ekki talinn með þegar fjallað er um færð, að minnsta kosti er ekki talað um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar í því sambandi.

Vestfirðingar eiga betra skilið í vegamálum enda veit ég ekki betur en þeir greiði sömu gjöld og aðrir til vegamála, t.d. í eldsneytissköttum. Ég dáist að æðruleysi Vestfirðinga í samgöngumálum.

Hið jákvæða við þessa ferð vestur voru hinar stórkostlegu móttökur sem ég fékk hjá eldri borgurum og nemendum grunnskólans og framhaldsdeildarinnar. Ég var með forvarnafundi á öllum stöðunum sem tókust afar vel. Kærar þakkir, Patreksfirðingar. Þið björguðuð sálarheill minni eftir aksturinn vestur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Já Ragnheiður þetta er alveg makalaust að koma svona fram við fólk.  Þetta ástand er nú reyndar einhvað sem ég hef nokkrum sinnum minnst á á mínu Bloggi.

En ástandið er þetta.  Samgöngur frá árinu 1959 í boði fyrir Vestfirðinga.  Veskú

Sigurður Jón Hreinsson, 28.3.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er innilega sammála þér! Keyrði þarna um allt í fyrrasumar og fannst ástand veganna alveg ótrúlegt. Og að ekki sé hægt að fara á milli suður- og norðurfjarðanna mánuðum saman á veturna er auðvitað bara hneyksli.

Eins og ég minntist á í einni bloggfærslunni minni vildi ég miklu frekar að það fé sem Samgönguráðherra ætlar nú að setja í Vaðlaheiðargöng hefði farið í uppbyggingu samgangna á sunnanverðum Vestfjörðum. Fer ekki ofan af því.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég vil bara að það sé líka, sett fjármagn til uppbyggingar samgangna á  Vestfjörðum. 

Og Ragnheiður mín, ég man eftir því, að það var einmitt varað við því, þegar talað var um sölu á Símanum og einkavæðingu, að þar með væri hætta á símasambandlaust yrði fljótlega í afskekktari byggðum landsins. Og það er því miður raunin.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.3.2008 kl. 02:41

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Já Ransý mín,það er vandrataður þessa meðalvegur í henni veröld.Þú ættir að prófa að keyra þó ekki væri nema vegurinn frá Hólmavík og norður í Árneshrepp.Það er ákveðin lífsreynsla í hvert skipti og ég hef ekki tölu á því hvað ég er búin að fara það oft.Nú og ef það gerir snjóþungan vetur þá bara er ekki einu sinni mokað nema þá eftir mynni.Það er sko ekki sama hvar þú býrð á landinu okkar.bestur kveðjur til þín og þinna.Þín Lóa

Agnes Ólöf Thorarensen, 29.3.2008 kl. 16:30

5 Smámynd: Forvitna blaðakonan

Ranka mín; "forseti vor og fósturjörð" sjálfur Ólafur Ragnar með Doritt sér við hlið fór í opinbera heimsókn vestur fyrir nokkrum misserum og lét hafa eftir sér að hann hefði ekki trúað að ástand vega um hásumar væri ekki betra en raun bar vitni.

Eitthvað fjölluðu fjölmiðlar um orð Ólafs og menn ræddu sín á milli. Síðan hefur ekkert gerst annað en lagt hefur verið fé í að malbika Djúpið en Ísfirðingar fara gjarnan þá leiðin til höfuðborgarsvæðisins.

Eins og þú veist fer ég vestur nokkru sinnum á sumri; stundum tvisvar og stundum oftar. Við ökum og mig langar alltaf að fara Suðurfirðina en það er sjaldnast að sú leið sé valin þegar á reynir því vegirnir eru svo skelfilegir. Þá er betra að fara Þorskafjarðarheiði yfir á Steingrímsfjarðarheiðina og Djúpið til Ísafjarðar og áfram í gegnum göngin til Dýrafjarðar. Auðvitað miklu lengri leið í kílómetrum en fer betur með bíla og menn og tekur svipaðan tíma að aka.

Því tek ég heilshugar undir því ekki er seinna vænna að fara að undirbúa framkvæmdir við að koma þessu landssvæði í almennilegt samband við umheiminn. Ég hef nefnilega þá vissu í hjarta að Vestfirðir eigi eftir að verða fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins innan örfárra ára. Hrein og klár náttúruperla. Menn eru óðum að átta sig á ,þeirri staðreynd að lífið er ekki bara saltfiskur. Náttúruna er hægt að selja með því að sýna hana en ekki eyðileggja. Í þeirri grein liggja tækifærin aðeins ef Vestfirðir fá að vera í friði ósnertir af mengun og stóriðju. Helst af öllu vildi ég að allur kjálkinn yrði friðaður.

Forvitna blaðakonan, 29.3.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband