21.3.2008 | 10:45
Dásamlegur föstudagur.
Það vara yndislegt að vakna í morgun og líta út um gluggann og sjá vetrarblíðuna sem brostin er á hér í Hafnarfirðinum. Þessi dagur verður nýttur vel. Í gær fjárfestum við hjónakornin í voldugum trjáklippum sem notaðar verða til þess að klippa þau tré sem ég hef aldrei haft rænu á að klippa áður en þau vaxa mér yfir höfuð og tínast í laufum! Nú verður þetta gert á réttan hátt - enda var ég með garðyrkjufræðing í þættinum mínum, Dr. Ruv um daginn sem sagði mér allt um trjáklippingar. Ég get því ekki verið þekkt fyrir að vera með minn eigin garð óklipptan.
Þá er meiningin að halda í World Class og æfa svolítið - enda eru þeir svo elskulegir að hafa opið á föstudaginn langa - eitthvað sem þekktist ekki hér áður fyrr þegar ALLT var lokað þennan dag. Ég man að faðir minn, sálugi, varð eitt sinn sígarettulaus á föstudaginn langa og það endaði með því að hann fékk vin sinn, þjón á veitingahúsi, til að sækja fyrir sig sígarettur eftir að hafa leitað um allan bæ að opinni búð eða sjoppu.
Í lok dags ætla ég síðan að heimsækja leiði Atla sonar Maríönnu vinkonu minnar og setja á það ljós. Mæsa vinkona er í Kaupmannahöfn yfir páskana og getur því ekki heimsótt Alta sinn þessa páskana. Það er mér ljúft að fara þangað í dag - enda alltaf ákveðinn friður sem færist yfir mig þegar ég heimsæki kirkjugarðinn.
Mér er ekki til setunnar boðið, garðurinn bíður.
Njótið bænadaganna.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sendi þér Ransý mín og þínum mínar bestur Páskakveðjur og hafið það gott yfir hátíðarnar.Kveðja,Þín Lóa og allt hennar lið.
Agnes Ólöf Thorarensen, 22.3.2008 kl. 16:19
Gleðilega páska Ragnheiður mín.
Steingerður Steinarsdóttir, 22.3.2008 kl. 20:33
Sæl og takk fyrir sendinguna.
Ég sendi þér línu á emeilið þitt á morgun eða hinn.
Góðan páskadag.
Kolbrún Baldursdóttir, 23.3.2008 kl. 00:32
Gleðilega páska
Anna Gísladóttir, 23.3.2008 kl. 17:37
Ranka; man aðra páska nokkru fyrr þegar pabbi var einnig sígarettulaus og sendi okkur nokkur af stað eftir pakka af Camel. Minnir að þú hafir verið með í ferð
Þá gegnum við eina tíu kílómetra fyrir Ólafsvíkurenni og máttum sæta sjávarföllum til að komast fyrir. Bakaleiðin var nokkuð ævintýraleg því það var að falla að; gott ef almættinu sjálfu var ekki þakkað fyrir að við barnung skyldum hafa komist lifandi heim.
Þætti víst ekki til eftirbreytni í dag, en í þá daga voru sígarettur litnar öðrum augun en nú tíðkast.
Forvitna blaðakonan, 24.3.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.