28.1.2008 | 14:26
Samviska og heiðarleiki vs. pólitísk völd.
Ég hef satt að segja fengið ónotalegt "flashback" þegar ég hef fylgst með pólitíkinni að undanförnu. Þessi ósköp minna mig óþægilega á minn stutta pólitíska feril á árunum 1989-1993, held ég það hafi verið. Það var á þeim árum sem ég hélt að pólitík snérist um hugsjónir og málefni. Ég var ekki lengi að átta mig á að svo er ekki. Pólitík snýst fyrst og fremst um stóla og völd þar sem enginn er annars bróðir í leik. Ég var svo bláeyg og samlaus að halda að ég gæti boðið mig fram í prófkjöri Alþýðuflokksins á sínum tíma - á mínum eigin verðleikum. Ég komst að því, vonum seinna, að svo er ekki - heldur skiptir baktal, plott og kaupmennska þar öllu máli. Sú hörmungarsaga verður ekki rekin hér en eitt er víst að það eru fleiri hnífasett sem notuð hafa verið til að vega mann og annan í pólitíkinni en þau sem Framsóknarflokkurinn hefur yfir að ráða.
Þegar völdum er náð virðist það vera lenska innan stjórnmálaflokkanna að verja gerðir flokksins fram í rauðann dauðann - hversu mjög sem menn eru á móti gjörningnum. Persónulegur vinur minn, sem fylgst hefur með atburðum síðustu viku og er sannur fylgjandi þeirra og talsmaður, þ.e. opinberlega, sagði mér í tveggja manna tali að hann væri með óbragð í munninum og liði skelfilega að "þurfa" að verja þetta. Þegar ég spurði af hverju hann verði þetta var svarið einfalt: "Ég get ekki annað. Ég ætti mér enga framtíð innan flokksins ef ég gerði það ekki."
Fyrir nokkrum árum var ég fengin í útvarpsþáttinn "Í vikulokin" ásamt fleirum. Einn þátttakenda var borgarfulltrúi í Reykjavík á þeim tíma. Í þættinum varði hann með kjafti og klóm þá ákvörðun flokksins síns að kaupa Línu-Net ef ég man rétt. Þetta var umdeild ákvörðun og þegar við komum út úr Útvarpshúsinu, spurði ég hann hvort hann væri virkilega þeirrar skoðunar sem hann útlistaði í þættinum. "Nei, þú skalt ekki halda það, Ragnheiður. Ég bara verð að verja þetta bull á meðan ég er borgarfulltrúi."
Því miður virðist sem sannfæringin og heiðarleikinn hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar sest er að kjötkötlunum. Menn eru tilbúnir að selja sálu sína fyrir völd, eins og dæmin sanna - hvar sem þeir eru í flokki.
Mikið er ég lánsöm að hafa ekki selt sálu mína á altari stjórnmálanna - því það er sannarlega það sem menn neyðast til að gera - ætla þeir sér landvinninga á því sviði. Pólitíkin er því sannarlega vond tík og ég get ekki annað en vorkennt því góða fólki og vel gefna sem nú neyðist til að verja gjörninga sem eru þeim þvert um geð.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt er öruggt en það er maður verður að leggja bæði siðgæði og samvisku til að standa í þessu framapoti.
Agnes Ólöf Thorarensen, 28.1.2008 kl. 18:01
Þetta er alveg hárrétt, en afskaplega dapurlegt. Var ekki einhvern tíma haft eftir Davíð Oddssyni eftir setu hans í borgarstjórastólnum að maður ætti ALLTAF að mæla gegn tillögum pólitískra andstæðinga - jafnvel þótt manni fyndist þær frábærar.
Á meðan þessi óheiðarleiki ríkir í íslenskum stjórnmálum er ekki von á góðu.
Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 21:22
það viðgengst orðið ansi margt hér í okkar litla þjóðfélagi.
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 28.1.2008 kl. 23:11
Já, þetta er sannarlega dapurlegt og pólitíkin er orðin vettvangur sem gott fólk forðast. Ég veit ekki hvað ég hef heyrt marga segja að undanförnu að þeir gætu ekki hugsað sér að starfa í stjórnmálum vegna þess hráskinnaleiks sem þar viðgengst.
Steingerður Steinarsdóttir, 29.1.2008 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.