Gamli bærinn.

Ég bjó í 27 ár í Þingholtunum; 27 árum of lengi. Ég fór í langan göngutúr í kvöld um gamla Miðbæinn og sá þá hversu lánsöm ég var að flytja þaðan. Mér fannst ég fá innilokunarkennd þegar ég gekk niður Laugaveginn - enda fátt sem ég saknaði. Laugavegurinn er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Hver verslunin af annarri farin á hausinn og þær sem eftir eru þaktar veggjakroti. Má ég þá frekar biðja um Hafnarfjörðinn þar sem maður hefur svigrúm til þess að hreyfa sig. Mikið þótti mér gott að renna inn í Heiðvanginn að lokinni vettvangsferð um gamla bæinn.

Litli námsmaðurinn minn er 24 ára í dag. Það er erfitt að hafa hann ekki hjá sér núna. Það er einhvern veginn svo lítið líf í húsinu eftir að hann fór aftur eftir jólin; tónlist Sigurrósar hefur þagnað í bili og engin blaut handklæði og sokkar á víð og dreif um baðherbergið.

Á morgun ætla ég að heimsækja systur mínar sem búa í Hveragerði og á Selfossi. Ég tek litlu Melkorku, skábarnabarnið mitt, með mér en hún bætir mér upp smábarnabarnaleysið. Tvíburarnir mínir, barnabörnin mín, eru orðnar ungar konur og önnur komin með kærasta og farin að ganga í fötum frá ömmu sinni! Ég fór með þeim og móður þeirra á stórsveitartónleika Bubba og það var sannarlega ánægjuleg stund þegar þrjár kynslóðir skemmtu sér konunglega á sömu tónleikunum!

Englar dauðans bíða á náttborðinu mínu en ég var að ljúka við Lásasmiðinn hennar Elísabetar Jökulsdóttur. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að kaupa mér "Himnaríki og helvíti" í Máli og menningu á Laugaveginum í kvöld en sú bók er uppseld og fæst ekki í neinni bókabúð. Það er þó tilhlökkunarefni að eiga hana eftir.

Í gær fór ég á minningarathöfn um Eyjólf Jónsson, sundkappa og fyrrum samstarfsmenn í lögreglunni. Það er e.t.v. kaldhæðnislegt að setja að það hafi verið gaman að sækja þessa minningarathöfn - en þar hitti ég alla gömlu góðu samstarfsmennina mína í lögreglunni; karlana mína sem eru hættir störfum. Það urðu sannarlega fagnaðarfundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til lukku með Jökul, mín kæra. Nú þarftu að breyta í höfundartextanum - úr 23 ára í 24 ára!
Þarf að fá lánaðar bækur hjá þér.

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.1.2008 kl. 23:26

2 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég hafði sömu viðhorf til Hlíðahverfis og þú til Þingholtanna, þ.e. mér fannst hvergi annars staðar hægt að búa. Nú er ég alsæl í Kópavogi.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:37

3 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Gleðilegt ár gamla vinkona...

Agnes Ólöf Thorarensen, 15.1.2008 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband