30.7.2007 | 08:36
Óvæntur hjólhestur
Á laugardaginn bauð sonur minn mér í hjólreiðaferð. Það boð var vel þegið, þrátt fyrir að minn gamli hjólhestur væri nánast boðlegur á þjóðminjasafnið. Gamla DBS hjólið mitt var dregið fram og hjálmurinn mundaður. Það vakti athygli mína að sonur minn og tengdadóttir vildi ólm koma við hjá tengdaforeldrum hans í næsta húsi til þess að fá lánaðan nútímalegri farkost fyrir "aldraða" móðurina. Ég maldaði í móinn og sagðist sæl með DBS hjólið mitt. En við það varð ekki komandi. Ég lét þetta eftir unga parinu en þegar við mættum á hlaðið hjá tengdaforeldrunum höfðu þau komið þar fyrir glænýju Moongoose reiðhjóli af flottustu gerð. Sú gamla átti nefnilega afmæli og þetta var afmælisgjöfin!
Það var mikil gleði í ríkjandi í þessari hjólreiðaferð. Nýja hjólið er búið alls kynd nútímaþægindum eins og dempurum og gírum sem auðvelduðu aldraðri konu að takast á við brekkurnar.
Svo hringdi litli námsmaðurinn frá Danmörku og ég greindi söknuð í röddinni hjá honum í rigningunni í Kaupmannahöfn. Gleðilgur afmælisdagur, svo ekki sé meira sagt.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ranka mín enn og aftur til hamingju með daginn; afmælisgjöfin er hérna á borðinu fyrir framan mig en hún er sannarlega ekkert í kíkingu við gjöfina frá Svavari þinum. Lánsöm kon þú að eiga góða drengi. Mig langaði alltaf svo í strák en fékk dömurnar hverja á fætur annarri. Er svo sem ekki að kvarta en ógurlega væri gaman að eiga einn háan og herðabreiðan myndardreng sem kæmi og lagaði það sem þyrfti og bakkaði Mef upp í vinnunni við húsið. Það er akkúrat það sem hann þarf núna.
En hvað með gamala skrjóðinn, er hann ekki fínn á göturnar í Hveragerði rennisléttar?
es. ÁG ljúfmennskan uppmáluð að vanda. Bjargði málum.
Forvitna blaðakonan, 30.7.2007 kl. 15:21
Þú mátt hér með eiga gamla DBS hjólið mitt, kæra systir. Það dugar vel, gíralaust, á sléttum Hveragerðis.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 30.7.2007 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.