Lamað samfélag í "fjötrum" tækninnar.

Líklega er stór hluti vinnandi fólks í sumarleysi á þessum árstíma. Að minnsta kosti tekst mér illa að ná í fólk hér og þar í fyrirtækjum og stofnunum. Umferðin ber þess líka merki að sumarfrí eru hvað tíðust í þessum mánuði. Um helgina hafði maður nánast göturnar út af fyrir sig!

Þeir eru þó orðnir æ fleiri sem sjaldnast fá almennilegt sumarfrí vegna tækninnar. Ég var að enda við að tala við góðan samstarfsmann minn í öðru fyrirtæki sem var á leið í sumarleyfi með fjölskylduna. Erindið var að láta hann vita af tölvupósti sem ég vildi að hann læsi og tæki afstöðu til. Þegar ég fékk að vita að hann væri á Snæfellsnesinu með hjólhýsi í eftirdragi á leið í fríið, varð mér á orði að erindið gæti beðið, enda væri maðurinn víðs fjarri tölvu og auk þess í sumarleyfi með fjölskyldunni!

"Það er nú ekkert má," sagði þessi ágæti ungi fjölskyldufaðir. "Ég get lesið póstinn minn í símanum."

"Já, en ég var að enda þér stóra skrá sem ég ætlaði að biðja þig að lesa," sagði ég og reyndi að draga úr áhuga mannsins á vinnunni, þjökuð af samviskubiti efir ónæðinu sem ég taldi mig vera að gera honum.

"Ég get allt með símanum mínum. Lesið tölvupóst, opnað skrár og vafrað á netinu," svaraði maðurinn og var hinn glaðhlakkalegasti. Ég gafst upp og innan fárra mínútna hafði maðurinn sent mér tölvupóst og svarað erindi mínu.

Mér varð hugsað til allra þeirra sem eru í sumarfríi en samt ekki alveg í fríi, heldur bundnir í klafa tækninnar að þessu leyti. Því miður hef ég sjálf fallið í þessa gryfju og staðið mig að því að svara tölvupósti í útlöndum, gefa fyrirmæli og liðsinna fólki, þótt ég sé stödd í annarri heimsálfu, á fjalltoppi eða í sumarbústaðnum. Að vísu ekki eins stórkostlega tæknivædd og félagi minn ungi með hjólhúsið, en engu að síður "alltof" tæknivædd til þess að vera alveg laus við vinnuna.

Til þess að losna við svona áreiti í fríinu, er aðeins eitt til ráða; skilja farsímann eftir heima og forðast allar nettengdar tölvur. 

En fátt er svo með öllu illt... Hið góða við tæknina er líka sú staðreynd að sumir geta tekið sér "frí" án þess að starfsemin lamist á meðan, þótt e.t.v. sé það frí ekki eins og hin þar sem maður losnar alveg við vinnuna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband