Saman í göngu gegn slysum. Önnur "á fæti" hin í stól.

Það var bæði gleði og sorg sem gagntók mig þegar ég tók þátt í stórkostlegri göngu gegn slysum með vinkonu minni, Ágústu Dröfn Guðmundsdóttur í dag. Ágústa hefur verið bundin hjólastól undanfarin tæp þrjátíu ár eftir að hafa slasast sem farþegi aftan á mótorhjóli sem ekið var gáleysislega. Þá var Ágústa aðeins 16 ára gömul. Gleði okkar einkenndist af þeirri miklu samstöðu og góðu þátttöku almennings en sorgin var ekki langt undan þegar við minntumst þeirra fjölmörgu sem látist höfðu og hinna sem slasast hafa alvarlega í umferðarslysum síðustu ára. Það var áhrifaríkt að sjá þegar blöðrum var hleypt í loftið af tákni fyrir slasaða og látna á síðasta ári. Víða sást blika tár á hvarmi - enda kannaðist ég við marga syrgjendur meðal göngufólks.

Þið eruð sannkallaðar hetjur, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningamenn, læknar, sjúkraliðar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna við aðhlynningu slasaðra og aðstandenda látinna og mikið slasaðra.


mbl.is Góð þáttaka í fjöldagöngum gegn slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Einarsson

Svo finnst mér líka að það ætti að vera meðmælaganga um bætta umferðarmenningu, æðislegt framtak hjá þeim engu að síður.

Sævar Einarsson, 27.6.2007 kl. 07:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 37554

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband