17.6.2007 | 13:29
Prósendur af umferðarlagasektum í forvarnasjóð?
Mér hefur oft dottið í hug hvort ekki væri ráð að taka ákveðna prósentu af innheimtum umferðarlagasektum, sem ella renna í ríkissjóð, og setja þá þær í sérstakan forvarnasjóð. Slík fordæmi eru til og má þar nefna að ákveðin prósenta af seldu áfengi fer í forvarnir gegn áfengisbölinu og svo er einnig með tóbakið þar sem ákveðið hlutfall af fjármunum sem koma inn fyrir tóbak er varið í tóbaksvarnir. Þannig mætti búa til tekjustofn til þess að standa straum af kostnaði við forvarnastarf gegn umferðarslysum. Ég sé fyrir mér auglýsingaherferðir sem mætti kosta með þessum hætti auk þess sem hinir ýmsu aðilar sem láta sig forvarnir í umferðar skipta, gætu sótt um í sjóðinn. Þar nefni ég t.d. ýmis félagasamtök á borð við Lions og Kiwanis sem oft hafa staðið fyrir kaupum á hjálmum fyrir börn og fl. í þeim dúr. Einnig væri hægt að kosta framleiðslu á kennslumyndböndum til sýninga í sjónvarpi þar sem ökumönnum er kennt hvernig á að aka inn á að- og fráreinar, skipta um akrein, aka framúr á þjóðvegum o.s.fr. Nóg er af verkefnum, svo mikið er víst. Með þessum hætti kæmi myndarlegur sjóður sem myndi fjármagna svona verkefni. Þetta er alls ekki galin hugmynd og því skora ég á alþingismenn, sem láta sig umferðaröryggismál varða, að ljá henni máls. Það er fyrir löngu orðið tímabært að umferðaröryggismál verði eitt af stóru málunum á Alþingi en hingað til hef ég ekki séð þeim sérstaklega hampað í stefnuskrám stjórnmálaflokkanna.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Að minnsta kosti 10 ára hugmynd. Hver einasta króna sem kemur inn vegna sekta við umferðarlagabrotum ætti að fara í forvarnir. Hef lagt það fram oftar en einu sinni en það fær ekki hljómgrunn.
Birgir Þór Bragason, 17.6.2007 kl. 18:20
Hresstu upp á minni mitt, Biggi. Hvar hefur þú lagt þessar tillögur fram og hve oft?
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.6.2007 kl. 22:37
Á sama stað og ég lagði til þegar hjálmar voru gerðir að skyldu á reiðhjólum, að allir ættu að vera með hjálma en ekki bara þeir yngstu. Á sama stað og ég lagði til að áfengismagn í blóði yrði fært niður í 0 prómil. Á sama stað og ég og aðrir fulltrúar LÍA hafa lagt til að vegrið væru sett á Reykjanesbrautina. Já Ragnheiður í Umferðarráði. En annars er sennilega kominn tími á mig í þessu. Best að hætta að ergja sig á þessum umferðarmálum, ætli ég láti þér það ekki bara eftir héðan í frá.
Birgir Þór Bragason, 18.6.2007 kl. 04:32
Ég get líka vísað í þetta viðtal hjá Ingva Hrafni.
Birgir Þór Bragason, 18.6.2007 kl. 04:44
Flott, Biggi minn. Sama hvaðan gott kemur. Ég vona svo sannarlega að þú hættir ekki baráttunni. Það eru ekki margir sem hafa úthald í þetta - enda líður okkur væntanlega stundum eins og Bakkabræðrum sem sífellt voru að hella vatni í botnlausa tunnu!
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 18.6.2007 kl. 08:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.