16.6.2007 | 09:20
Banaslysin ein endurspegla ekki ástandið í umferðarmálum.
Ég er ekki hissa á að fjölgun mænuskaddaðra eftir umferðarslys, eins og fram kemur í fréttinni. Afleiðingar umferðarslysanna eru oft huldar almenningi og því fæstir aðrir en þeir sem eiga um sárt að binda sem vita nákvæmlega söguna að baki slyssins. Nú eru aðeins 2 látir í umferðarslysum á þessu ári og er sú tala langt undir meðaltali. Sú tala segir okkur þó alls ekki alla söguna því mjög margir liggja örkumla eftir umferðarslys. Alvarlega slasaðir eru mjög margir hér á landi. Ég hef lengi haldið því fram að við Íslendingar höfum yfir að ráða færustu læknum í heimi sem tekst oft að bjarga fólki frá dauða eftir umferðarslys. Þá er lögreglan og sjúkralið fljótara á slysstað hér á landi en þar sem fjarlægðir eru meiri en hvorutveggja skiptir afar miklu máli. M.o.o: Slysin er ekki færri hér á landi, þótt banaslysin sé e.t.v. svipuð og í öðrum löndum, en alvarlega slasaðir eru án efa fleiri hér á landi en annars staðar.
Í lok þessa mánaðar verður haldin alþjóðleg ráðstefna um mænuskaða sem skipulögð er m.a. af Sigrúnu Knútsdóttur yfirsjúkraþjálfara á Grensásdeildinni en hún er okkar helsti sérfræðingur í endurhæfingu mænuskaddaðra. Sjálf er ég búin að skrá mig á ráðstefnuna og ætla m.a. að kynna mér helstu orsakir mænuskaða í umferðinni með það í huga að nýta mér þekkinguna til þess að uppfræða ungt fólk um þau mál.
Fátt er skelfilegra fyrir ungt fólk en að mænuskaddast á unga aldri og þurfa í framhaldinu að verja ævinni í hjólastól.
Nú eru bíladagar á Akureyri og þá hugsa ég með skelfingu til allra þeirra ungmenna sem verða á ferðinni á þjóðvegum í nánd við Akureyri. Ég hugsa meðal annars til Bergþóru og Erlu, mæðra ungur drengjanna sem létust í Öxnadalnum fyrir réttum tveimur árum á leið til Akureyrar. Hugur minn er hjá þeim og ástvinum þeirra. Nú eru helstu ferðahelgar sumarsins framundan og ég bið og vona að allir komi heilir heim eftir sumarið.
Mænusköðum eftir slys hefur fjölgað gríðarlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við vorum greinilega einhvern veginn að hugsa það sama
http://www.svenni.blog.is/blog/svenni/entry/240115/
Sveinn Arnarsson, 16.6.2007 kl. 09:55
Mér hefur alltaf skilist að bílhræin sem eru til sýnis á Hellisheiðinni - og einmitt á skiltinu fjöldi látinna í umferðarslysum á árinu hverju sinni - hafi verið sett upp af tryggingafélögunum - er það ekki rétt? Og er það mat manna að flökin þjóni forvarnahlutverki? Ég legg alltaf út af þeim þegar ég fer þarna framhjá með ferðamenn.
Berglind Steinsdóttir, 16.6.2007 kl. 15:27
Sæl Ragnheiður. Ég tek undir með þér að afleiðingarnar eru huldar almenningi. En ég verð að fá að gera athugasemd við orðið „einungis“ í næstu settningu þar á eftir. Það er tveimur of mikið, og reyndar þremur því eitt umferðarslys er skráð sem vinnuslys. Það að missa ættingja af slysförum er erfitt og slíkt fylgir eftirlifandi um aldur og ævi. Ég er þeirrar skoðunnar að við ættum að ná því markmiði að enginn látist í umferðinni, annað er óásættanlegt. Það hefur hinsvegar eins og þú bendir á lítið verið haldið á lofti að alvarlega slasaðir af þessum völdum er líka erfitt mál. Það er líka merkilegt að alvarlega slasaðir eru sennilega mun fleiri en opninberar tölur benda til. Það er til skammar að við Íslendingar skurlum ekki eiga til marktækar tölur um þær fórnir sem þessi samgöngumáti er að kosta þjóðfélagið. Vegna þessa (vantalningar á slösuðum) virðist málið minna en það er í raun. Hér er frétt á vef Umferðarstofu, þar sem slasaðir eru mun fleiri en kemur fram hjá Hagstofu fyrir árið 2003. Það verður ekki fyrr en þessar tölur verðar réttar að hægt verður að bregðast við með viðeigandi hætti.
Birgir Þór Bragason, 16.6.2007 kl. 15:34
Það er alveg ljóst að það þarf meira til en fræðslu það þarf að hefta aflið í bílum og faratækjum sem ómótaðir kannski misþroskaðir ökumenn fá að stjórna.Skil ekki þá hugsjón að ég þarf að vera orðinn 20 ára til að meiga gangast undir próf til að keyra vörubifreið sem er lögum samkvæmt takmörkuð við 90 km hámarkshraða með innsigluðum ökurita en á sama tíma kemur 17 ára gutti og kaupir sér eitt stykki Subaru Impreza turbo 4wd og trúir að hann geti allt á þessum bíl sem er um 300 hestöfl og engum finnst neitt við það að athuga.Minnist frásagnar rallökumanns með margra ára feril sem keppti á Lancer EVO og let skrúfa kraftinn niður í 180 hö því honum fannst hann ekki ráða við bílinn og fannst hann beinlínis hættulegur.Ég þekki hörmungar hraðaksturs því í dag eru rétt 2 ár og 2 klstd síðan sonur minn lét lífið í Öxnadalnum 15 ára gamall og er ég sífellt að verða vitni að fáræðislegum akstri bæði ungmenna sem og eldri bílstjóra þar sem fyrst og fremst fer saman gífurlegt kæruleysi og skeytingaleysi fyrir lífi og limum annara í umferðini og hefur maður oft seð mennn missa bílana í svokkallað slide þar sem þeir fara að spóla þó svo að þeir séu á blússandi ferð þar sem aflið er það mikið að bíllinn missir grip þegar stigið er í botn við framúrakstur hef séð þetta með eigin augum.Það þarf að taka á þessum málum af fullri hörku ekki með því að gera eignaupptöku það kallar á lífshættulegan akstur því ekki vilja menn láta taka af sér 3 til 5 milljóna bíla þeir reyna frekar að stinga af með kannski ömurlegum afleiðingum.Nei setjum frekar höft á afl og harðari refsingu við háskaaskrti td að menn hafi grunn ökuskírteini til td 20 ára ef menn eru staðnir að lögbrotum þá svifta þá strax og láta þá í ökuskólann aftur og ef menn eru að ítreka brot bara í steininn með þá.þetta er hagsmunamál bílaumboðana og lánastofnana og það er ljótt að segja það en það eru margir að græða á þessum ofurkraftmiklu bílum þaám tryggingarfélöginn því þessir bílar eru allir í skyldukaskó.Hættum að hugsa um peninga og förum að hugsa um börnin okkar og framtíð þeirra tökum á þessum málum af alvöru og setjum harðari viðurlög og ökurita og hraðatakmarkara í bíla hjá þeim sem eru að mótast sem ökumenn og bera ábyrgð á annara lífi og sínu í umferðini.
Samúðarkveðjur til allra er sárt eiga um að binda vegna atburða mótorhjólamanna síðustu daga og baráttukveðjur til þeirra sem liggja nú á sjúkrahúsum eftir umferðaróhöpp með von um fullan bata
Kv Guðmundur Falk
Reykjanesbæ
Guðmundur Falk (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 03:53
Ég hugsa svo sannarlega til þín, Viktors og Bergþóru þessa dagana. Sendi ykkur ljós og góðar hugsanir.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 17.6.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.