29.4.2010 | 11:36
Toyota reið á vaðið og keypti 500 miða!
Á morgun hefst fjársöfnun til styrktar SEM samtökunum sem verða með límmiða til sölu á öllum stöðvum N1 og í Fjarðarkaupum. SEM-félagar eru allir mænuskaddaðir eftir slys og flestir eftir umferðarslys og geta því ekki haldið við húsinu sínu við Sléttuveg. Þau þurfa hjálp okkar.
Það var sannarlega gleðileg stund þegar Toyota umboðið á Íslandi hafði samband við SEM samtökin og lýsti því yfir að fyrirtækið ætlaði að kaupa 500 límmiða fyrir allt sitt starfsfólk! Þeir eiga aðdáun mína óskipta og þakkir ómældar fyrir rausnarskapinn. Ég vil leyfa mér að hvetja önnur stórfyrirtæki til þess að fara að fordæmi Toyota og kaupa miða fyrir sitt fólk.
Páll Þorsteinsson, minn gamli vinur og samstarfsmaður frá Rás tvö, sem er upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi Toyota, sagði mér að Toyota legði mikið uppúr öryggi sinna bíla og víst er að þeir hafa komið afar vel út úr árekstraprófunum erlendis. Þess vegna sagði hann Toyota vilja leggja sitt af mörkum til fórnarlamba umferðarslysanna og um leið minna á skelfilegar afleiðingar umferðarslysa. Hafið hjartans þökk fyrir, Toyotamenn
Tökum höndum saman og hjálpum mænusködduðum og límum miða í bílinn okkar til þess að minna á aðgæslu í umferðinni.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.