15.2.2010 | 22:34
Hvílíkt heilbrigðisfólk!
Móðir mín hefur mátt reiða sig á heilbrigðisþjónustuna undanfarna 4 mánuði. Hún hefur dvalið á Landsspítalanum, á Hrafnistu í Víðinesi, á Landakoti og á Rauða kross heimilinu við Rauðarárstíg. Það er skemmst frá því að segja að starfsfólk þessara stofnana er hvert öðru betra og hefur reynst móður minni einstaklega vel. Sérstaklega vil ég þakka starfsfólkinu í Víðinesi sem hefur sýnt henni mikinn og einlægan áhuga og m.a. hringt tvisvar til þess að fá upplýsingar um heilsufar hennar eftir heilaaðgerð sem hún er nýbúin að undirgangast.
Heilaskuðalæknirinn hennar, Ingvar Ólafsson, hefur hringt reglulega til mín með fréttir af henni og gefur sér allan þann tíma sem þarf til þess að útskýra flóknar aðgerðir, afaleiðingar þeirra og eftirköst. Það er sannarlega yndislegt að sjá hvað allt þetta heilbrigðisstarfsfólk leggur sig fram um að láta skjólstæðingum sínum líða vel, miðað við aðstæður. Álagið á það er oft mikið en engu að síður tekst því að gera alla umönnun persónulega þannig að sjúklingnum líði vel. Það er sannarlega þakkarvert.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.