22.12.2008 | 14:51
Andvirði jólakortanna fer til styrktar fátækum.
Í ár höfum við Jói, maðurinn minn, ákveðið að senda ekki hefðbundin jólakort til vina og vandamanna. Þess í stað leggjum við andvirði þess sem það kostar að kaupa kortin og senda þau, til Mæðrastyrksnefndar. Það er góð tilfinning. Ég nýti mér þess í stað hina rafrænu leið og sendi góðar óskir um friðsæld á jólum of farsæld á nýju ári til þeirra sem áður fengu kort í föstu formi inn um lúguna. Vandinn er aftur á móti sá að ekki eru allir með aðgang að tölvu; sérstaklega ekki eldra fólk. Þá vini mína og ættingja ætla ég að hringa í. Vonandi gleðst einhver fátæk fjölskyldan þegar hún fær andvirði jólakortanna minna í formi inneignar eða matarpakka fyrir jólin.
Ég óska öllum bloggvinum mínum, sem og öðrum landsmönnum, árs og friðar með von í brjósti um að nýja árið færi okkur gleðitíðindi.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðileg jól og farsælt komandi ár kæra bloggvinkona
Anna Gísladóttir, 26.12.2008 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.