16.11.2008 | 23:05
Árstíðabundin fíkn.
Þá er hún skollin á, fíknin sem herjar á mig um þetta leyti árs; kaup á nýútkomnum bókum. Ég var að enda við að lesa Myrká eftir Arnald og skemmti mér vel. Arnaldur klikkar ekki. Að vísu saknaði ég Erlendar en Elínborg stóð fyrir sínu. Næsta á listanum er bók Þráins Bertelssonar sem ég hlakka til að lesa - enda var fyrri æviminningabók hans sérstaklega skemmtileg. Þá er Einar Kárason freistandi. Fjárhagurinn leyfir að vísu ekki stórfelld bókakaup en ég stenst þó aldrei nokkrar bækur áður en ég opna jólapakkana. Það er að vísu okónómískt óhagstætt - enda koma þessar bækur flestar út í kiljum sem eru mun ódýrari. Ég get þó sjaldnast beðið. Fátt sem jafnast á við það að hátt með góða bók.
Á morgun fer ég á Skagann, söguslóðir í bókinni Myrká, og Fjölbrautarskólinn á Akranesi kemur við sögu í þeirri bók; sá sami skóli og ég er að fara að heimsækja til þess að uppfræða nemendur um hætturnar í umferðinni.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Oh hvað ég hlakka til að leggjast í lestur þegar nær dregur jólum. - Kærar kveðjur til þín yndislega Ragnheiður og góða skemmtun við bókalestur.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 17.11.2008 kl. 22:33
Þegar andann þjakar slen
og þyngist hugar mók
fátt er lundu ljúfara'en
að lesa góða bók.
Njóttu dagsins og lestursins Ragnheiður mín. Kær kveðja.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:37
Sammála þér með Myrká. Ég verð líka að benda þér Erlu góðu Erlu. Mér fannst mjög áhugavert að lesa þá bók og þú hefur líka örugglega mun meiri innsýn í það sem þar er lýst en ég.
Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.