Foreldrar unglinga verða að bera saman bækur sínar.

Þetta er annað tilfellið á aðeins örfáum dögum sem ég frétti af réttindalausum unglingum undir stýri. Í fyrra tilfellinu var um að ræða 16 ára ungling sem fékk bíl vinar síns lánaðan og ók um höfuðborgarsvæðið, aðfararnótt laugardags, án afskipta lögreglu. Það vildi svo til að ég er tengd unglingi sem var farþegi í þessum bíl. Ég komst að þessu fyrir tilviljun og hafði þegar samband við foreldra drengsins sem komu alveg af fjöllum og höfðu ekki hugmynd um þetta. Drengurinn hafði farið að sofa á eðlilegum tíma en síðan læðst út í skjóli nætur og gert þetta.

Foreldrarnir þökkuðu mér kærlega fyrir að hafa látið vita og ætluðu að taka á málinu. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum. Í sumum tilfellum taka börnin bíla foreldra sinna og aka þeim á meðan foreldrarnir eru fjarverandi; t.d. í sumarbústað eða erlendis.

Besta forvörnin er þegar foreldrar tala saman um útivistartíma barna sinna og bera saman bækur sínar um samskipti barna þeirra á hinum ýmsu sviðum. Þannig er ljóst að börnin geta ekki skrökvað til um hvað vinurinn eða vinkona má, eða má ekki. Þegar foreldrar ræða saman kemur ýmislegt í ljós sem ekki passar alveg við það sem unglingurinn sagði.


mbl.is Réttindalaus olli umferðaróhappi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Mjöll Jensdóttir

fyrigefðu en hvar kemur það fram að þessi ökumaður sé unglingur. það stendur einungis Ungur maður sem aldrei hefur öðlast ökuréttindi þess vegna gæti þessi ungi maður verið á aldrinum 18-20 ára.

Þóra Mjöll Jensdóttir, 2.10.2008 kl. 10:55

2 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Mér finnst engu máli skipta hvort hann er 15 eða 18 ára.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 2.10.2008 kl. 11:13

3 Smámynd: Þóra Mjöll Jensdóttir

finst þér engu skipta hvort hann sé 15 eða 18? Þessi ungi maður er kanski ekki 15-18 ára, kanski eldri en það og þá eru foreldrar sjaldnast að skipta sér af, hef aldrei heyrt um að foreldrar 18 ára manna beri saman bækur sínar eða skipti sér annað höfuð að því hvar manneskjan sé. Það taka ekki allir bílprófið þegar þeir verða 17 ára, kanski er verið að ala um manneskju sem hefur náð 17 ára aldri en hefur samt aldrei tekið bílprófið. Sumir hafa lika einfaldlega ekki tíma til þess að ala upp börnin sín og svona fer bara fyrir þeim, líka kanski auðvelt á þessum tímum þar sem foreldrr eru að fara yfirum af áhyggjum vegna skuldasúpu heimilinna og eru þá ekki með unglingana efst í huga.

Þóra Mjöll Jensdóttir, 2.10.2008 kl. 11:55

4 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir athugasemdina. Við getum alla vega verið sammála um að það er alvarlegt mál að aka án ökuréttinda, sérstaklega þegar þau hafa aldrei verið til staðar. Þar gildir einu hvort einstaklingurinn er 15 eða 18 ára. Það er hins vegar rétt hjá þér að foreldrar geta ekki haft afskipti af sjálfráða einstaklingum eða ráðskast með þá.

Megi dagurinn verða þér góður.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 2.10.2008 kl. 12:02

5 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ég skil ekki alveg af hverju það skiptir máli í huga Þóru hvort um er að ræða 15, 18 eða 20 ungling eða ungmenni. Dómgreindarleysi fylgir unglingsárunum og foreldrar eiga og verða að vera vakandi yfir börnum sínum. Samkvæmt íslenskum lögum eru þau börn til 18 ára aldurs en í mínum huga getur barnaskapurinn teygt sig fram á tvítugsaldurinn. Flest okkar hafa börnin enn undir eigin verndarvæng að minnsta kosti upp að þeim tíma. Þannig flott færsla Ragnheiður mín og þörf ábending.

Steingerður Steinarsdóttir, 7.10.2008 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband