Hausið oft erfitt.

Er slysatíðnin á uppleið aftur? Þetta gerist því miður oft á haustin; alvarleg umferðarslys verða oft á þessum árstíma þegar flestir eru farnir að slaka á eftir sumarið. September og október hafa oft skilið eftir sig hörmungar í umferðinni. Þetta er annað alvarlega slysið sem ég man eftir í fljótu bragði sem verður innan höfuðborgarsvæðisins en bæði þessi slys urðu að nóttu til og á götum sem eru með 60-80 km. hámarkshraða. Af lýsingum af slystað má ætla að um of hraðan akstur hafi verið að ræða - án þess að nokkuð verði fullyrt þar um. Það leiðir hugann enn og aftur að löggæslumálum á höfuðborgarsvæðinu; þ.e. umferðarlöggæslunni. Fyrir 14 árum, þegar ég var að leysa af í umferðardeild Lögreglunnar í Reykjavík, var það nánast fastur liður um helgar að halda uppi öflugu umferðareftirliti um helgarnætur og stöðva nánast hvern bíl sem ekið var um helstu umferðaræðar borgarinnar. Ég hef sjálf oft verið á ferðinni á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, þegar reynslan sýnir að flestir eru að aka undir áhrifum áfengis og of hratt, en sjaldan sé ég lögreglubíla á leið minni. Stundum, en alltof sjaldan.

Vonandi komst þessir einstaklingar til heilsu á ný. Í gær ók ég Suðurlandsveginn og sá töluna 10 á skúlptúrnum á Hellisheiðinni; þ.e. 10 einstaklingar eru látnir í umferðinni á þessu ári. Það er undir meðallagi dauðsfalla í umferðinni en segir þó fráleitt alla söguna um alvarleika umferðarslysanna - því mörg slysin skilja eftir sig örkuml og alvarlega áverka sem hafa mikil áhrif á lífsafkomu og lífsgæði fólks; oftast ungs fólks.

 


mbl.is Alvarlega slasaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband