Slæmt að missa Jóhann Benediktsson.

Ég horfði með athygli á Kastljós í kvöld þar sem rætt var við fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum. Það er mikill missir af þeim manni en flstir eru sammála um að hann hafi staðið sig afar vel í starfi. Í viðtalinu kom fram sú skoðun hans að nýta mætti sérsveit Ríkislögreglustjóra betur ef hún yrði sett undir Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að áherslur í löggæslumálum væru ekki almenningi í hag. Ég er hjartanlega sammála Jóhanni um að of lítil áhersla sé á nærlöggæslu, eins og hann orðar það en þess meiri áhersla lögð á varnir gegn ógn sem er hverfandi lítil. Um það vitnar stærð sérsveitarinnar sem ætlað er að fást við verkefni eins og hryðjuverkaárásir, gíslatöku o.s.fr. Mér skilst að um 60 vel þjálfaðir lögreglumenn skipi þá sveit sem virðist ekki sinna öðrum löggæsluverkefnum að neinu gagni. Hin almenna lögregla í landinu líður fyrir fjársvelti og þar sem skort á mannafla til þess að halda uppi nauðsynlegu eftirliti á meðan sérsveitin fær mun meira fjármagn til ráðstöfunar.

Það er athyglisvert í ljósi þess að árlega deyja 25 manns af völdum umferðarslysa og fjöldinn allur slasast alvarlega - bæði í umferðinni og af völdum ofbeldismanna. Mér er ekki kunnugt um að neinn hafi slasast eða látist af völdum hryðjuverka eða annarra þeirra afbrota sem sérsveitinni er ætlað að takast á við.

Jóhann Benediktsson vildi taka til hendinni í löggæslumálum í sínu umdæmi og talaði tæpitungulaust um fjárskortinn sem embætti hans varð að búa við. Fyrir það virðist hann þurfa að gjalda.

Það er sannarlega ekki skortur á peningum eða mannskap til að sinna löggæslumálum í landinu. Það þarf aðeins að forgangsraða verkefnum og stokka upp í löggæslumálum hér á landi. Mér virðist því sem sendiboðinn hafi verið tekinn af lífi í stað þess að taka mark á skilaboðunum.


mbl.is Ósáttir við ákvörðun dómsmálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður pistill

Hólmdís Hjartardóttir, 24.9.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er þarfur og góður pistill hjá þér Ragnheiður. Hér þarf að stokka upp og því miður er ekkert sem bendir til þess í dag að auk eigi veg löggæslu og þá sérstaklega nærgæslu. Eiginhagsmunapotarar í embættispotum eru í öndvegi núna í skjóli ráðherra með allt aðrar áherslur en þeir sem vinna í málunum vita.

Haraldur Bjarnason, 24.9.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

 Sem betur fer hafa ekki verið framin hryðjuverk (as such) á Íslandi ennþá. -En hvað ef til þess kæmi? -Hvað telur þú eðlilegt að sérsveitin telji marga menn?

Annars ágætur pistill.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.9.2008 kl. 22:39

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Innlitskvitt - fínn pistill

Sigrún Óskars, 24.9.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Við skipulagningu verkefna hjá löggæsluyfirvöldum þarf að taka mið af þeim verkefnum sem brýnust eru hverju sinni. Löggæslan þarf að vera sveigjanleg miðað við mismunandi verkefni. Ég held það detti ekki gullhringarnir af sérsveitinni þótt hún gangi vaktir og sinni almennu umferðarerfiáliti en væri engu að síður til staðar ef stóra ógnin kemur.

60 manna sérsveit er lúxus- ef ekki gæluverkefni, á tímum sem sárlega vantar lögreglumenn til að halda uppi almannareglu, í eftirlit með íbúðahverfum svo ekki sé talað um þörfina á umferðarlöggæslu.

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 24.9.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Well.. gott swar.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 24.9.2008 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband