Mænan er ráðgáta sem við getum leyst.

Mænan hefur átt hug minn allan undanfarið. Ég hef það ánægjulega verkefni með höndum, þessa dagana, að undirbúa fjáröflunarátak Mænuskaðastofnunar Íslands sem nær hápunkti með beinni sjónvarpsútsendingu á Stöð tvö næsta föstudag.

bruda-hond

Það er æskuvinkona mín, Auður Guðjónsdóttir, sem stofnaði Mænuskaðastofnun Íslands, ásamt dóttur sinni, Hrafnhildi, í desember á síðasta ári eftir tæplega tuttugu ára baráttu fyrir rannsóknum sem leitt geta til lækninga á þessum alvarlega skaða. Hrafnhildur, og aðrir mænuskaddaðir vinir mínir, hafa löngum lagt mér lið við forvarnastarfið en án þeirra hefði umferðarfræðslan ekki orðið eins árangurs- og áhrifarík og raun ber vitni. Þessir einstaklingar hafa ferðast með mér um landið, tekið þátt í myndbandagerð, komið sem gestir á blaðamannafundi og verið fyrirsætur í auglýsingum sem ég hef unnið í starfi mínu. Það er mér því kærkomið að fá nú tækifæri til að þakka þeim hjálpina með því að leggja málstað Mænuskaðastofnunar lið í fjáröflunarátaki samtakanna og viðhalda voninni, sem þau öll bera í brjósti, um að hljóta bata.

Rannsóknir á mænuskaða eru skammt á veg komnar og þarfnast því stofnunar á borð við Mænuskaðastofnun Íslands sem þegar hefur rutt brautina og sett af stað gagnabanka þar sem vísindamenn og læknar um allan heim geta leitað. Auður hefur með elju sinni og óbilandi trú á málstaðinn, unnið gífurlega mikilvægt starf í þágu mænuskaddaðra, meðal annars framleitt heila kvikmynd sem sýnd hefur verið um allan heim á mörgum tungumálum. Ég er sannfærð um að Ísland mun skapa sér nafn á alheimsvísu fyrir frumkvöðlastarf í þágu mænuskaðarannsókna - enda starfið rétt að byrja.

Nú er hafin sala á gestaþrautum þar sem ágóðanum verður varið beint til Mænuskaðastofnunar Íslands. Þá verður fjáröflunarútsending næsta föstudag þar sem landþekktir skemmtikraftar koma fram á milli þess sem rætt er við mænuskaddaða og aðra sem koma að þeirra málum. 

Ég hvet alla, sem þess eiga kost, að leggja þessu góða málefni lið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband