26.8.2008 | 23:25
Fay kom og fór og Gústaf á leiðinni!
Fay og Gústaf eru fellibylir. Annar hefur látið að sér kveðja á nú þegar á Floridaskaganum en sá síðarnefndi er á leiðinni. Sjálf hitti ég Fay í síðustu viku - enda stödd vestur í Florida þegar "ósköpin" dundu yfir. Það verður þó að segjast eins og er að ég beið allan tímann eftir verðinu sem aldrei kom! Ef marka mátti sjónvarpið og fjölmiðla þar í fylki, var nánast von á heimsendi. Menn áttu að birgja sig upp með sandpokum, binda allt lauslegt niður, sanka að sér nauðsynjum og halda sig í kjöllurum húsa - alla vega áttu menn ekki að voga sér út fyrir hússins dyr í nokkra daga. Við, Íslendingarnir, biðum lengi eftir fellibylnum sem aldrei kom - alla vega ekki að okkar mati. Rokið var á við svona meðal-haustlægð á Íslandi en rigningin var öllu meiri. Það var eins og hellt hefði verið úr fötu. Við létum þetta ekkert á okkur fá og fórum í búðir og áttum þær nánast út af fyrir okkur - enda enginn á ferli. Allar rafhlöður voru uppseldar og gasljós og vatn að skornum skammti í búðunum.
Annars var heimsóknin vestur til Sams frænda ekki svo slæm þrátt fyrir slagviðri í tæpar tvær vikur. Við hjónakornin nutum þess að hvíla okkur, rápa í búðir og snæða risamáltíðir á veitingahúsum; máltíðir sem ætlaðar eru einum manni en duga handa þremur. Þá hefði ég aldrei getað ímyndað mér að ég, sem verð að teljast með stærri konum, ætti erfitt með að fá á mig nógu lítil fatanúmer! Allt er stórt í Ameríku. Fötin, bílarnir, fólkið, maturinn, húsgögnin og hvaðeina.
Nú skilst mér að Gústaf sé væntanlegur yfir Florida í næstu viku og það segir mér að ágúst sé ekki æskilegur tími til að heimsækja Florida.
Annir framundan. Skólarnir að byrja. Söknuður yfir sumri að baki en tilhlökkun að hitta unglingana mína í framhaldsskólunum og alla skemmtilegu kennarana. Kvíði þó pínulítið íslenska vegakerfinu þegar dregur til tíðinda í veðri og færð og ætla að drífa mig á erfiðu staðina áður en vetur lætur að sér kveða að ráði. Menntaskólinn á Ísafirði er alltaf fyrstur á haustin - enda oftast ófært vestur þegar líður á veturinn. En ég hlakka til....
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er ekki viss um að Vestfirðingar séu ánægðir að lesa "enda oftast ófært vestur þegar líður á veturinn". Er ekki hægt að snúa þessu við og segja að það sé oftast ófært suður þegar líður á veturinn? Bara að láta vita af mér, landsbyggðargentunni!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.8.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.