Hvað minningar mun næsta helgi skilja eftir sig?

það er ekki laust við smá kvíða hjá mér þegar ég hugsa til verslunarmannahelgarinnar. Í áratugi hef ég verið á "vaktinni" fyrir þessa helgi, fyrst í lögreglunni og hjá Útvarpi Umferðarráðs og nú síðustu árin sem forvarnafulltrúi hjá VÍS. Mestar áhyggjur hef ég auðvitað haft af því hvernig ungum ökumönnum gengur að komast heilir til og frá áfangastað en reynslan sýnir að margir nýbakaðir ökumenn fara í sína fyrstu ferð út á þjóðvegina um þessa helgi. Í gær tók ég á móti 30 ungmennum á umferðarfundi VÍS en öll eru þau að læra til bílprófs og hættulegustu árin þeirra sem ökumenn framundan.

En fátt er svo með öllu illt... Á undanförnum árum hefur alvarlegum slysum meðal þessa aldurshóps fækkað og er það í fyrsta skipti frá því ég fór að skipa mér að umferðarmálum sem ég sé þessa þróun. Það eru vissulega gleðileg tíðindi.

En það eru fleiri ógnir sem steðja að ungmennunum okkar en umferðin. Mér verður hugsað til allra þeirra ungu stúlkna sem fara á sína fyrstu útihátíð og hvort þær koma heilar heim á líkama og sál. Nauðganir hafa verið tíðar á útihátíðum og líklega eru fæstar þeirra kærðar. Sjálf er ég búin að ganga í gegnum þann ótta sem fylgir því að sjá á eftir sonum mínum á útihátíð um verslunarmannahelgi en ég skil enn betur ótta foreldra ungra stúlkna sem oft eru varnarlausari en strákarnir við slíkar aðstæður.

Ég vona og bið að fréttir fjölmiðla verði jákvæðar eftir þessa helgi og hvet alla foreldra til þess að vera sem mest með börnum sínum þessa helgi. Samvera fjölskyldunnar er besta forvörnin gegn umferðarslysum og annarri óáran sem því miður fylgir þessari helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband