Í skjóli nætur er farið á skjön við vilja íbúa.

Hér í Norðurbæ Hafnarfjarðar er lítið leiksvæði; opið gróðursvæði á milli Norðurvangs og Heiðvangs. Þar kúrir leikskóli sem nú á að stækka með því að koma fyrir tveimur lausum skólastofum til eins árs. Leyfið er kallað "stöðuleyfi" sem felur í sér að ekki þarf að fara með málið í lögbundið skipulagsferli. Þessar tvær stofur eiga að anna eftirspurn eftir leikskólaplássum hér í hverfinu. Það hefur aftur á móti ekki verið gert ráð fyrir þeirri auknu umferð sem þessi stækkun kemur til með að hafa í för með sér hér um Heiðvang og Norðurvang en 40 börn kalla á aukna umferð bíla. Þannig háttar að göngustígur er meðfram húsinu mínu frá Heiðvangi niður á þetta svæði. Það er því alveg ljóst að bílaumferð mun aukast verulega hér um Heiðvanginn þar sem það hlýtur að verða freistandi að stoppa bílana við göngustíginn og fara með börnin þaðan í leikskólann - enda mun styttra þaðan en frá Norðurvangi.

Það sem vekur mesta furðu okkar íbúanna er að yfirvöld í Hafnarfirði boðuðu til fundar með íbúum hverfisins í vor og þar kom fram megn andstaða við þessa framkvæmd. Nær allir íbúarnir voru á móti þessu og færðu fram rök fyrir því að þetta svæði bæri engan veginn þessa starfsemi auk þess sem mikilvægu útivistarsvæði væri fórnað. Stærstu og mikilvægustu rökin gegn þessu voru þó sú hætta sem skapast af aukinni umferð um rólegar íbúðagötur hér í hverfinu þar sem gildir 30 km hámarkshraði.

Fyrir síðustu kosningar var mikil áhersla lögð á aukið íbúalýðræði og mikilvægi þess að íbúar Hafnarfjarðar ættu kost á að hafa áhrif á stefnu bæjaryfirvalda í hinum ýmsu málum sem að þeim snúa. Það lýðræði er nú haft að engu og mér virðist sem bæjaryfirvöld ætli sér með góðu eða illu að setja þessar skólastofur niður á þessum litla reit - án þess að virða skoðanir íbúa. Með þessu er ljóst að stjórnendur Hafnarfjarðarbæjar eru að svíkja enn eitt kosningarloforðið og virða að vettugi vilja kjósenda sinna og annarra sem láta sér annt um öryggi barna sinna og annarra vegfarenda.

Í mínum huga, og fjölmargra annarra íbúa þessa hverfis, er alveg ljóst að stöðuleyfið er komið til að vera og auðvelt að framlengja leyfinu áfram. En hvað mun þessi "tilraunastarfsemi" kosta þegar upp er staðið? Höfum við efni á, eða leyfi til að láta á það reyna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband