23.7.2008 | 13:32
Ævintýraför á Hornstrandir.
Það væri synd að segja að ekki hafi ýmislegt óvænt gerst í Hlöðuvík á Hornströndum um helgina. þar var ég ásamt góðu fólki í fjögurra daga ferð þar sem gengið var um næsta nágrenni. Eins og flestir vita, sáum við eitthvað sem líktist hvítabjörnum í fjarska en lesa má meira um þau mál á www.olinathorv.blog.is
Þótt vissulega hafi ísbjarnarmálið vakið athygli okkar, var það sannarlega ekki hápunktur ferðarinnar. Í Fjóra daga gekk þessi góði hópur á nálæg fjöll í sól og blíðu og sáum við meðal annars fjölda refa, seli og blómabreiður. Þetta var yndisleg ferð, erfið en mikil og góð upplifun. Með mér í för vestur voru þær stöllur og vinkonur mínar, Maríanna Friðjónsdóttir og Kolbrún Jarlsdóttir, sem báðar eru sjónvarpskonur góðar. Við unnum saman við gerð sjónvarpssöfnunarþáttarins "Á allra vörum" og ákváðum að skella okkur á Hornsstrandir með vinafólki okkar. Ég hef reyndar farið áður í gönguferð í Hornvík og nágrenni en sjónvarpskonurnar voru að fara sína fyrstu Hornstrandaferð. Þær eru ekki bara ánægðar - heldur himinlifandi! Ég skelli inn mynd af okkur í Hlöðuvíkurskarði á leið út Veiðileysufirði og yfir í Hlöðuvík.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var góð ferð sem verður lengi í minnum höfð, og þið stöllurnar stóðuð ykkur eins og hetjur.
Takk fyrir samferðina Ragnheiður mín.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 23.7.2008 kl. 16:58
Velkomin til byggða. Mér flaug auðvitað þessi hópur þinn í hug þegar fréttir bárust af hvítabjörnum. Kv. Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 24.7.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.