Hornstrandir og fl.

Það er orðið langt síðan ég skrifaði færslu síðast. Sumarið hefur tekið tíma;  þ.e. góða veðrið en það hef ég notað öðrum þræði til að æfa mig fyrir Hornstrandaferð sem stendur til aðra helgi. gönguhópurinn minn, sem samanstendur af góðu fólki víða af landinu, fer í fjögurra daga göngu frá Hlöðuvík og endar á Hesteyri. Ég hlakka mikið til þessarar ferðar en nú bætast í hópinn þær Maríanna Friðsjóndóttir og Kolbrún Jarlsdóttir, vinkonur mína, sem koma með í fyrsta sinn. Þær eru báðar göngugarpar miklir og ég get varla beðið eftir því að kynna þeim þessa dásemd sem Vestfirðirnir eru, sérstaklega Hornstrandirnar. Við munum dvelja í nokkra daga  í Dýrafirði, nánar tiltekið í Haukadal, þaðan sem allt mitt fólk á ættir sínar að rekja. Sá staður nálagst Himnaríki í mínum huga og hefur dvölin þar lækningarmátt á sál og líkama.

Ég set hér inn að gamni mínu mynd af undirritaðri, ásamt góðu samstarfsfólki hjá VÍS, þar sem við vorum að spóka okkur í nánd við Búrfellsgjá í Heiðmörkinni.

burfell


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Góða ferð á Hornstrandir elskulega Ragnheiður.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Verður það svo Gerpissvæðið næsta sumar? Góða göngu fyrir vestan.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.7.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband