Tilræði við saklaust fólk.

 

Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem maður er staðinn að því að aka á ofsahraða undir áhrifum áfengis. Í mínum huga er þetta ekkert annað en tilræði við almenna vegfarendur; saklaust fólk sem ekur um götur og vegi landsins. Refsirammi Umferðarlaganna er nægilega rúmur til að hægt sé að dæma menn í allt að tveggja ára fangelsi fyrir alvarleg brot. Þá eru einnig nokkrar lagagreinar í Hegningarlögunum sem hægt að er dæma eftir í svona alvarlegum málum sem þessum. Hvernig væri ef dómstólar þessa lands nýttur sér þær lagaheimildir sem eru tiltækar þegar svona tilræði á sér stað í umferðinni.

 


mbl.is Ölvaður á 156 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Tek undir þetta. Það verður að reyna að koma einhverjum lögum yfir svona menn.

Steingerður Steinarsdóttir, 2.7.2008 kl. 15:03

2 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta eru hryðjuverkamenn.

Guðjón H Finnbogason, 2.7.2008 kl. 16:07

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég er innilega sammála þér. Þetta er sambærilegt við að veifa hlaðinni byssu í mannfjölda - stórhættulegt tilræði við saklaust fólk.

Lára Hanna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 19:14

4 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Mín skoðun er sú að þetta er sami hlutur og að miða á fólk með byssu og þú hitti kannski eða kannski ekki.....algjört brjálæði......

Agnes Ólöf Thorarensen, 5.7.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Sammála þér Ragnheiður. - Þetta er eins og að vera stöðugt þátttakandi í "Rússneskri rúllettu" ef maður hættir sér út í umferðina hér á Íslandi.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:49

6 identicon

Tek heilshugar undir með þér. Spurning hvað er hægt að gera við þetta fólk. Eitthvað verður til bragðs að taka, þetta er bara að aukast ef eitthvað er.

Geri ráð fyrir að þú sért líka sammála mér um um þetta: http://anno.blog.is/blog/anno/entry/586208/

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband