10.6.2008 | 11:15
Hefðarkona í hestamennsku.
Þann 18. maí sl. heiðraði Hestamannafélagið Fákur vinkonu mína, Ingu Valfríði Einarsdóttur, sem betur er þekkt undir nafninu Snúlla, fyrir frumkvöðlastarf í þágu hestamennsku kvenna á Íslandi. Snúlla er ekkja Sigurðar Ólafssonar hestamanns og söngvara. Þau hjón bjuggu lengst af í Laugarnesinu og voru þekkt af sínum hvítu fákum; þeirra þekktastur var Gletta sem lengi vel átti Íslandsmetið í 250 metra skeiði.
Snúlla, sem veðrur níræð í haust, ber aldurinn vel og var hrókur alls fagnaðar í hófinu sem haldið var henni til heiðurs í Fáksheimilinu í Víðidal. Ekki leiddist henni að sjá hvítu hryssuna Drífu frá Hafsteinsstöðum taka skeiðssprett á vellinum.
Þessi aldna vinkona mín er mikill kvenskörungur og fáir gætu trúað því að hún væri að verða níræða ef marka má útlit hennar.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk Ransý mín fyrir þennan pistil og mynd. Ég er svo lánsöm að hafa hitt þessa konu. Það eru 48 ár síðan
Þóra Sigurðardóttir, 10.6.2008 kl. 23:53
Flott mynd, falleg kona og glæsilegur hestur. Takk fyrir þetta.
Steingerður Steinarsdóttir, 13.6.2008 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.