Sættir í stóra heimferðarmálinu og viðburðarrík vika að baki.

Ég sagði frá hremmingum sem ég lenti í þegar ég kom heim frá Spáni um daginn. Ég var ekki alls kostar sátt við framgöngu Heimsferða varðandi seinkun á heimkomu okkar. Þá var ég heldur ekki sátt við þjónustu flugliða í vélinni á leiðinni heim. Nú hef ég fengið skýringar og afsökunarbeiðni frá félaginu auk þess þess sem ég hef verið í sambandi við forstjóra JetX, Jón Karl Ólafsson. Ég hef fengið viðhlítandi skýringar á seinkuninni sem átti sér eftir allt saman eðlilegar skýringar en þó viðurkenndu þeir að ekki hefði verið rétt staðið að útskýringum til farþega. Þá var mér tjáð að farið yrði ofan í kvartanir mínar varðandi þjónustuna. Ég er sátt við þau málalok. Eftir á að hyggja hefði ég viljað fá að vita strax af þessari miklu seinkun svo ég hefði e.t.v. getað komið mér heim sjálf, með öðrum leiðum, til þess að ná ráðstefnunni sem ég varð af hér heima. En hvað um það. Blóðþrýstingurinn hefur lækkað hjá mér aftur og ég tek þessu eins og hverju öðru hundbiti.

Erfið en áhugaverð vika er að baki. Ég hélt blaðamannafund þar sem kynnt var þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum í vikunni og vona að það komi til með að fækka umferðarslysum í sumar. Ég hef fengið sterk viðbrögð við auglýsingunni okkar sem virðist vekja mikla athygli. Þá notaði ég síðari hluta vikunnar til þess að dreifa bæklingi um öryggi í hestamennsku en nú eru hestamenn að sleppa fákum sínum í haga og því mikið um sleppiferðir um landið. Ég setti nokkur vel valin skilaboð í útvarpið og kom bæklingnum á reiðskóla og í hestavöruverslanir. Vonandi komast allir hestamenn heilir á áfangastað.

Um helgina ætla ég að hreyfa mig eitthvað, heimsækja litla sonarson minn sem nýlega varð mánaðargamall og elda góðan mat. Svo er ég óðum að klára bók, sem mér var bent á hér á blogginu, sem heitir "Dagbók góðrar grannkonu." Hún er afar góð og vel skrifuð og kom á óvart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Agnes Ólöf Thorarensen

Hafðu það gott um helgina Ransý mín og passaðu að fara með með þig og hvíla þig..Knús.Þín Lóa.

Agnes Ólöf Thorarensen, 6.6.2008 kl. 22:55

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Blessuð vinkona. Ég hef heldur betur aðra sögu að segja af þjónustunni um borð í vél JexX á leiðinni heim frá Malaga. Ég sá líka ástæðu til að láta Heimsferðir vita af þeirra góðu þjónustu sem ég fékk í Torrimolinus sem og þjónustunni borð um vélinni. Nú hleðslutækið þitt er enn hjá mér, á ég að koma því á skrifstofu VÍS hér í bæ? Nýja myndbandið ykkar er frábært.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 11.6.2008 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Skoðanir mínar

Höfundur

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
Ragnheiður Davíðsdóttir er starfandi blaðamaður og háskólanemi, móðir tveggja sona og amma fjögurra barna.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • bidoogeg
  • bidoogeg
  • trautir
  • trautir
  • bruda-hond

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband