5.6.2008 | 09:28
Brotamenn umferðarinnar njóta fríðinda umfram aðra brotamenn.
Í gær var sett af stað þjóðarátak VÍS gegn umferðarslysum. Af því tilefni gerðum við hjá VÍS könnun eða athugun á Reykjanesbrautinni á mánudaginn. Í tvo tíma skoðuðum við hversu margir færu um aðra akbrautina (í suður) og töluðu í síma á sama tíma. Niðurstaðan var sláandi: 343 ökumenn sáust tala í símann, þ.e. ekki með handfrjálsan búnað. Í þeirri tölu eru ekki taldir með þeir sem sáust ekki greinilega eða voru e.t.v. að senda SMS skilaboð undir stýri.
Þessi litla, og e.t.v. óvísindalega könnun, gefur okkur tilefni til að ætla að farsímanotkun við akstur sé mun meiri en við höfðum áður ímyndað okkur. Þessi tala kom út úr tveggja tíma skoðun á umferðinni á einni götu í Reykjavík, einn dag.
Í þjóðarátaki VÍS beinum við sjónum okkar að hinum undirliggjandi þáttum sem orsakavaldi í umferðarslysunum. Einn af þeim er streita og einbeitingaskortur sem e.t.v. endurspeglast í óhóflegri notkun farsíma á meðan ekið er.
Í morgun kom ég fram í Ísland í bítið og fjallað m.a. um ofsaakstur og úrræði til þess að sporna við þeim glæp. Tilefni þessarar umræðu var frétt sem sagði frá síendurteknum hraðakstursbrotum manns sem virtist vera ennþá með ökuréttindin, þrátt fyrir að hvert brot af þessu tagi gefi refsipunkta sem ættu að hafa svipt hann ökuréttindum fyrir löngu. Ástæða þessa er einföld: Maðurinn hefur safnað á sig málum sem eru ekki enn afgreidd í kerfinu, þ.e. þeim hefur ekki verið lokið á formlegan hátt og því virka punktarnir ekki strax. Mig grunar (m.a. vegna reynslu minnar af lögreglustörfum) að þessir menn neiti sök, eins og þeir eiga rétt á, og því verði að rannsaka málið með tilheyrandi skýrslutökum af lögreglumönnum, honum sjálfum og e.t.v. vitnum. Slík rannsókn tekur tíma auk þess sem það virðist lenska hjá síbrotamönnum í umferðinni að láta ekki ná í sig til skýrslutöku. Á meðan er málið óafgreitt og þeir halda ökuréttindunum.
Ef þetta er rétt, sem ég hallast að, þá velti ég því fyrir mér hvernig menn komast upp með að sleppa við handtöku þegar þeir eru teknir aftur og aftur. Lögreglan hlýtur að hafa í sínum fórum upplýsingar um að þessir menn eigi óafgreidd mál og hafi ekki náðst til þeirra áður, hlýtur að vera ástæða til að handtaka þá og yfirheyra til þess að hægt sé að ljúka fyrri málum.
Það er líka umhugsunarvert af hverju maður sem tekinn er á 170 km. hraða, dauðadrukkinn, er látinn laus að yfirheyrslu lokinni. Ef sami maður hefðu verið staðinn að því að handleika vopn, sem hann hefur e.t.v. leyfi fyrir, dauðadrukkinn, hefði hann umsvifalaust verið tekinn úr umferð. Með þessu er ég að benda áherslumun brotanna. Svo virðist sem ofbeldismenn umferðarinnar geti ítrekað ógnað lífi og limum samborgara sinna með notkun samgöngutækis á meðan tekið er mun harðar á öðrum ofbeldismönnum.
Þessu þarf að breyta. Lögin eru skýr. Viðurlögin við brotunum eru til staðar - bæði í Umferðarlögunum og Hegningarlögunum. Það þarf aðeins að beita þeim. Þannig getum við fyrst stöðvað þessa menn og jafnframt komið í veg fyrir síendurtekin brot manna sem bíða afgreiðslu fyrri mála.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er svo sannarlega slæmt mál. Ofbeldismenn í umferðinni eiga ekki að fá að aka áfram þegar þeir verða teknir fyrir slæmt brot. Maður þakkar bara guði fyrir að vera ekki á þeirra vegum.
Úrsúla Jünemann, 5.6.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.