2.6.2008 | 21:18
"Ágæti viðskiptavinur..."
Með þessum orðum byrjar bréfið sem ég fékk í dag frá Heimsferðum. Eins og ég sagði frá í síðustu færslu, tafðist heimför okkar frá Malaga um heilan sólarhring og fyrir vikið varð ég af ráðstefnu sem ég hafði hlakkað lengi til að sækja - auk þess sem ég verð að greiða ráðstefnugjald og annan kostnað af viðburði sem ég gat ekki sótt. En sem sagt, Heimsferðir sendu okkur bréf í dag þar sem ferðaskrifstofan útskýrði ástæðuna.
Flugvél frá Air Finland, sem leigð er af JetX flugfélaginu til tímabundinna verkefna, bilaði á flugvellinum í Mallorca daginn áður en við áttum heimflug. Hún var því kyrrsett á staðnum þar til viðgerð hafði farið fram. Í bréfinu er þess getið að allar upplýsingar væru hafðir eftir flugrekanda sem var önnum kafinn, að sögn, við að leita leiða til að finna aðra flugvél með áhöfn sem gæti komið okkur heim. Bréfið gengur út á að allar upplýsingar sem Heimsferðir veittu farþegum væru eftir þeirra bestu vitund og fengnar frá Air Finland.
Í lok bréfsins stendur að Heimsferðir, sem beri enga bótaskyldu í slíkum tilefllum, vilji bæta okkur þetta upp með því að veita okkur inneign á aðra ferð með Heimsferðum að upphæð kr. 6000 á mann gegn framvísun þessa bréfs. Síðan erum við beðin afsökunar í þeirri von að við sýnum þessum ófyrirsjáanlegu kringumstæðum sem upp komu, eins og það er orðað, skilning.
Bréfið er gott og gilt og allra góðra gjalda vert. Við hefðum þó gjarnan viljað fá meiri upplýsingar fyrr í ferlinu og svo virtist sem fararstjórar Heimsferða hefðu ekki hugmynd um ástæðu seinkunarinnar. Það var t.d. nokkuð ljóst að töfin yrði meira en nokkrir klukkutímar fyrst okkur var útvegað herbergi yfir nótt. Engu að síður var alltaf verið að geta nýja brottfarartíma reglulega.
Á leið okkar heim í vélinni var fjölskylda sem átti aðeins bókað far heim en var ekki að öðru leyti á vegum Heimsferða. Sú fjölskylda, sem innihélt tvö ung börn, hafði fengið upplýsingar á flugvellinum sjálfum um að "aðeins" yrði 10 tíma seinkun á vélinni og mætti því um miðja nótt alla leið frá Marbella (klukkustundarakstur) með leigubíl en varð að fara aftur til baka þegar ljóst var að vélin færi ekki fyrr en daginn eftir. Þessi misvísandi skilaboð, sem farþegar fengu á heimferð, kostuðu þessa fjölskyldu því um 10.000 ísl. krónur. Margir aðrir farþegar voru sárir og reiðir út í Heimsferðir að veita þeim ekki meiri og ítarlegri upplýsingar en raun bar vitni. Það kostar nefnilega ekkert að hafa samband reglulega og láta vita. Maður getur fyrirgefið og umborið ýmislegt ef manni er sýnt tillitssemi og virðing.
Ég veit ekki hvort ég kem til með að framvísa þessu bréfi upp í aðra ferð á vegum Heimsferða - enda kemur það á engan hátt í stað ráðstefnunnr sem ég ætlaði að sækja með vinkonum mínum á Bifröst. Bóndi minn er þó mun umburðarlyndari en ég og sýnir þessu skilning eftir að afsökunarbréfið með skýringunum kom. Í bréfinu er þó ekki minnst einu orði á skort á þjónustu, og að mínu mati öryggi, í Air Finland vélinni á leiðinni heim. Um það fjalla ég í næsta pistli en það verður þó ekki fyrr en ég hef fengið skýringar hjá forstjóra JetX, sem leigði vélina, enda sanngjarnt að hann fái að svara áður en lengra er haldið.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessuð. Það er næsta víst að þeir farþegar sem ég hef talað við og biðu í 17 tíma eftir að komast út, gera sér ekki að góðu inneign upp á heilar 6000 krónur, þeir tala um aðra ferð út. Þú stendur á þínu stelpa. Ég vona bara að mín vél verði á áætlun á fimmtudaginn. Hef enn ekkert frétt af hleðslutækinu. Rosa heitt í dag. Eg.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 2.6.2008 kl. 21:44
Í hverju felst skortur á þjónustu og að þínu mati öryggi í vélinni á leiðinni heim?
Nú var ég í þessari vél og upplifði bara góða þjonustu.
kv
Albert.
AlliKalli, 3.6.2008 kl. 08:24
Eins og ég segi í færslunni hér að framan, ætla ég fyrst að leita skýringa hjá þeim aðilum sem gagnrýnin beinist að. Ég mun skýra þetta frekar eftir viðbrögð þeirra. kv/R
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 3.6.2008 kl. 09:10
Ég er á leið til Malaga með flugi Heimsferða, en sem betur fer er ég í gistingu á eigin vegum. Hlakka til að spá í þjónustuna og verð að viðurkenna að væntingar mínar eru ekki háar!
Fararstjórinn, 3.6.2008 kl. 20:33
Sæl Ragnheiður, um leið og ég þakka þín góðu skrif og þá umhyggju sem þú hefur fyrir okkur vegfarendum þá langar mig að koma á framfæri smá hugvekju um farsímanotkun í bílum. Þú deilir hart á okkur sem notum síma í bílum sem er mjög gott og ég hugsa oft til þín þegar maður sér fólk með símann á eyranu og aðra höndina líka.
En ég hef ekki séð þig deila á bílaumboð eða framleiðendur bíla því þar mundi ég telja að upphafið sé mikið frekar en hjá bílstjórum og vil ég segja þér tvö dæmi því til stuðnings.
Í janúar 2008 tók ég við nýjum stórum dráttarbíl frá Mercedes Benz, í honum er símabúnaður og takkar á stýrinu og skjár í mælaborðinu, en það dugar ekki því það þarf sér vöggu fyrir hverja típpu af síma sem kostar milli 30 og 40 þúsund og ekki nóg með það þó þetta sé bíll framleiddur í lok árs 2007 þá er nánast hætt að selja síma með þessum búnaði, það má líka geta þess að við erum allavega fimm bílstjórar um að aka þessum bíl.
Einnig sótt ég nýjan Nissan bíl fyrir nokkrum mánuðum fyrir dóttir mína, þar er sko hægt að virkja fjölda síma við bílinn þannig að þó maður sé með símann í vasanum þá hringir búnaðurinn og maður sér strax á skjá hvað númer er að hringja og ekkert nema að svara með takka á stýrinu ef ég man rétt.
Væri ekki ráð að leggjast á bílaumboð og ég tala nú ekki um bílaframleiðendur og banna innflutning á bílum nema þeir hafi fullkominn símabúnað.
Vona að þú lesir þetta með jákvæðu gleraugunum því ég er ekki að deila á þín góðu orð heldur að gera tilraun með að víkka sjóndeildarhringinn.
Með kærri kveðju,
Björn Sigurðsson.
krumminn, 8.6.2008 kl. 11:11
GEFÐU ÞÉR TÍMA.
Það er gott að geta gefið sér tíma og en betra að minna okkur á að við þurfum oft að gefa okkur betri tíma, en hvernig væri Ragnheiður að þú tækir þig líka til og skrifaðir af og til smá pistla í Morgunblaðið til veghaldara sem eiga því miður of stórann þátt í slysum.
Nefni aðeins tvö dæmi frá síðasta vori og vetri.
Í Borgarafyrði fór sundur þjóðvegur eitt, í skarðið var ekið efni og sett merki við skemdina svo sem lög gera ráð fyrir en því miður þá vorum við látnir berjast á þessu mánuðum saman án þess að bæta laga vegin hvað þá að þjappa þetta og setja slitlag ofaná.
Á Biskupshálsi fór líka sundur þjóðvegur eitt, þar var vegurinn gerður akfær en nánast ófær sem dæmi fyrir erlenda ferðamenn sem voru að koma til okkar á stóru húsbílunum, þetta var ekki bara gróft heldur mikil þvottabretti og mjög lítið um merkingar og það litla sem ekki datt strax á hliðina var bara á okkar góðu Íslensku. Þar að auki var þetta í brekku rétt eftir að komið er yfir blindhæð.
krumminn, 8.6.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.