31.5.2008 | 09:59
Ótrúleg þjónusta Heimsferða.
Ég var að koma heim frá Spáni og flaug frá Malaga. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þjónustu Heimsferða að þessu sinni; læt fyrst á það reyna hvort Andri Ingólfsson eða hans fólk munu biðjast afsökunar eða reyna að bæta okkur hjónum upp fjárhagslegan skaða sem við urðum fyrir vegna sólarhringsseinkunnar flugs. Ég ætla einnig að láta á það reyna hvað Jón Karl Ólafsson, forstjóri JetX - Primera Air, sem flýgur fyrir ferðaskrifstofuna, hefur að segja þegar ég skýri honum, persónulega, frá þjónustuleysinu um borð í vélinni sem flaug okkur heim, sólarhring of seint.
Ég er vægast sagt ekki í tilfinningalegu jafnvægi núna, eftir þessa útrúlegu "þjónustu" og læt því gott heita í bili. Bæði Heimsferðir og JetX munu fá að njóta vafans að sinni. En ekki of lengi... ég mun skýra frá þessum ósköpum í smáatriðum síðar og þá einnig frá viðbrögðum þeirra aðila sem bera ábyrgðina.
Um bloggið
Skoðanir mínar
Bloggvinir
- omarragnarsson
- attilla
- konukind
- kolbrunb
- eddabjo
- annabjo
- helgasigrun
- olinathorv
- rheidur
- steingerdur
- annagisla
- sifjar
- berglist
- reynirgudjonsson
- gudrunmagnea
- kjarrip
- hhk
- loathor
- abg
- asabjorks
- astar
- gattin
- rustikus
- saxi
- ellasprella
- eythora
- fararstjorinn
- lucas
- kokkurinn
- hemba
- nonniblogg
- kolbrunerin
- hjolaferd
- larahanna
- lillagud
- lindagisla
- fjola
- stebbifr
- sveinni
- steinibriem
- thorasig
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl vinkona og takk fyrir síðast. Já þeir farþegar sem komu með vélinni sem þú fórst með hafa uppi raddir um skaðabætur og Guð má vita hvað. Treysti því að þú látir ekki kyrrt liggja. Kveðjur bestar Elma
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:24
Það verður athyglisvert að fylgjast með blogginu þínu Ragnheiður, og fá að heyra um alla málavöxtu. - Velkominn heim þó seint sé.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.6.2008 kl. 02:17
Leitt að heyra þetta, það er fátt eins svekkjandi en að upplifa eitthvað svona á ferðalagi sem fjárfest hefur verið í bæði peningalega og tilfinningarlega. Leyfðu okkur að fylgjast með.
Kolbrún Baldursdóttir, 2.6.2008 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.